Innlent

Yfirvöld í Uppsölum: Vissu ekkert af Ágústi barnaníðingi

Ágúst Magnússon
Ágúst Magnússon

Yfirvöld í Uppsala höfðu ekki hugmynd um að barnaníðingurinn Ágúst Magnússon hefði sest að í Uppsölum til að læra við biblíuskóla Livets Ord. Þetta staðfestir Juan Artioga, einn af félagsráðgjöfum bæjarskrifstofunnar í samtali við Vísi.

"Nei, við vissum ekki að því að þessi maður með þennan bakgrunn væri kominn til Uppsala. Þakka þér kærlega fyrir að láta okkur vita af því," sagði Artioga við blaðamann Vísis nú fyrir stundu.

Aðspurður hvort yfirvöld í Uppsölum myndu grípa til einhverra aðgerða gagnvart komu Ágústs sagði Juan svo ekki vera. Það væri ekki venjan að gera neitt en vissulega væri gott að vita af fortíð manns eins og Ágústs.








Tengdar fréttir

Barnaníðingur í biblíuskóla

Ágúst Magnússon, sem nýlega losnaði úr fangelsi eftir fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum, hefur hafið nám við Livets Ord biblíuskólann í Uppsölum í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×