Fleiri fréttir

Engin niðurstaða með brottkast

Engin niðurstaða liggur fyrir um hversu miklum sjávarafla er hent fyrir borð á íslenska fiskiskipaflotanum þrátt fyrir þriggja ára starf sérstakrar nefndar sjávarútvegsráðuneytisins í því máli.

Nýtt blað í burðarliðnum

Nýtt vikublað eða hugsanlega dagblað er í burðarliðnum hér á landi. Meðal þeirra sem vinna að undirbúningi þess er Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2.

Sædýrasafn í stað kvóta

"Kvótinn er allur horfinn og að mínu mati getur stórt sædýrasafn að einhverju leyti fyllt það skarð sem það hefur skilið eftir sig," segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar. Hann hefur stórar hugmyndir um uppbyggingu sædýrasafns á staðnum og hefur þegar leitað liðsinnis þingmanna suðurkjördæmis.

Misjafnar sættir í fjölmiðlamálum

Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið.

Framtíðarhópi gert erfitt fyrir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að ummæli Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, um að uppskera framtíðarhóps Samfylkingarinnar verði rýr séu ótímabær og ósmekkleg. Hún segir ummæli hans gera hópnum erfitt fyrir í aðdraganda landsfundar.

Óttast smit frá moltuvinnslu

Bændur í Þykkvabænum eru ákaflega ósáttir við fyrirhugaða moltuvinnslu í nágrenni við ræktunarlönd og óttast smit. Yfirdýralæknir hefur veitt leyfi til að vinna moltu úr sláturúrgangi í tilraunaskyni en það sérkennilega er að eigendur landsins þar sem vinnslan á að fara fram voru ekki hafðir með í ráðum.

Æst körfuboltamamma í háskaakstri

Móðir og afi körfuboltamanns Snæfells lentu í átökum við stuðningsmenn Keflavíkur eftir bikarúrslitaleik liðanna. Afinn kýldi 22 ára gamlan trommara Keflavíkurliðsins. Móðirin, Maggý Hrönn Hermannsdóttir, hrækti á stuðningsmenn og hindraði för rútu þeirra á leiðinni frá Stykkishólmi til Borgarness en var stöðvuð af lögreglu.

Þétt dagskrá hjá forsetahjónunum

Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Akureyrar í morgun. Eftir móttökuathöfn á Akureyrarflugvelli tók við þétt dagskrá þar sem forsetahjónin kynntu sér meðal annars nokkrar af helstu menntastofnunum bæjarins.

Dagblað í deiglunni

Útgáfa nýs viku- eða dagblaðs er í undirbúningi en mikil leynd hvílir yfir útgefendum þess.

Efling RÚV geri fjölmiðlalög óþörf

Sex þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu í desember þar sem segir að bregðast megi við þróun fjölmiðlunar á ljósvakavettvangi með því að efla Ríkisútvarpið. Með því að efla Ríkisútvarpið þurfi ekki að setja lög um einkafjölmiðla. Nú lýsir Samfylkingin stuðningi við tillögur um lagasetningu á fjölmiðla.</font /></b />

Sátt um skýrslu en rifist um RÚV

Rætt var um fjölmiðla á Alþingi í gær þegar menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar og mælti fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið. Meiri sátt ríkti um skýrsluna en frumvarpið sem stjórnarandstaðan lýsti óánægju sinni með.</font /></b />

Forsetahjónin á Akureyri

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í tveggja daga opinbera heimsókn til Akureyrar í gær en þetta var fyrsta opinbera heimsókn núverandi forseta til Akureyrar.

Vinnuslys í Kópavogi

Réttindalaus ökumaður vinnuvélar, árekstur tveggja bíla og vinnuslys í tröppum voru á meðal þess sem lögreglumenn landsins þurftu að hafa afskipti af í gær.

50% á móti Kárahnjúkavirkjun

Rúmlega fimmtíu prósent Reykvíkinga eru á móti byggingu Kárahnjúkavirkjunnar en helmingur landsmanna henni fylgjandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands í mars.

Erill hjá lögreglu

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og var mikil ölvun í miðbænum og heimahúsum. Sjö voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Á slysavarðstofu Landspítala - Háskólasjúkrahúss var einnig talsvert að gera en að sögn vakthafandi læknis var enginn fluttur þangað alvarlega slasaður.

Hálka á Holtavörðuheiði

Snjóþekja er víða á Suður- og Vesturlandi. Hálka er á Holtavörðuheiði og ófært er á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. Snjóþekja og éljagangur eru víða á Norðausturlandi og snjóþekja og snjókoma á Austurlandi.

Sjúkrahúsið fékk ekki að taka þátt

Yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er ósáttur við að sjúkrahúsið tók ekki þátt í stóru slysavarnaæfingunni sem fram fór á Austurlandi um helgina. Hann segir fjórðungssjúkrahúsið vera eina bráðasjúkrahúsið á Austurlandi og starfsfólkið hefði getað lært mikið af æfingunni - hefði verið reiknað með því.

Þyrla sótti slasaðan sjómann

Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í togarann Snorra Sturluson um klukkan eitt í nótt. Sjómaðurinn er töluvert mikið slasaður en hann fékk þungt högg á brjóstkassann og hlaut innvortis meiðsl. Hann liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er ástand hans stöðugt að sögn vakthafandi læknis.

Dæling úr jarðhitaholu hafin

Prufudæling úr þeirri jarðhitaholu sem verður notuð sem aðalhola fyrir hitaveitu á Eskifirði hófst fyrir helgi. Prófunin fer fram í þrepum til að meta hvernig holan og svæðið bregst við dælingu.

Stefna stjórnvalda kemur ekki fram

Stefna stjórnvalda um atvinnuréttindi til útlendinga kemur ekki fram í nýrri reglugerð um málefnið að mati Alþýðusambands Íslands. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, gagnrýnir að Vinnumálastofnun sé eftirlátið að túlka stefnu stjórnvalda á hverjum tíma.

Ekki til fyrirmyndar

Auglýsingar frá Umferðarstofu hafa vakið mikla athygli undanfarið. </font />

Lýst eftir stúlku

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Þorgerði Gísladóttur, 18 ára stúlku frá Grindavík. Hún sást síðast yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi klukkan hálftíu. Bifreið hennar fannst í Keflavík í dag en ekkert hefur spurst til hennar sjálfrar.

Flugmálastjórn hlutafélagavædd?

Flugmálastjórn Íslands verður hlutafélagavædd ef tillögur ráðherraskipaðrar nefndar um framtíðarskipan flugmála ná fram að ganga. Tillögur nefndarinnar hafa verið kynntar í ríkisstjórn.

Ráku Gyðinga úr landi í stríðinu

<font face="Helv">Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Dana íhugar að biðja samfélag Gyðinga í Danmörku opinberlega afsökunar á því að dönsk stjórnvöld vísuðu fjölmörgum Gyðingum úr landi til Þýskalands á stríðsárunum, þar sem flestir enduðu ævina í fangabúðum nasista.</font>

Yfirlýsing ráðherra köld vatnsgusa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsir vonbrigðum með ummæli Sturlu Böðvarssonar um að vafasamt sé að ráðist verði í byggingu Sundabrautar fyrr en ný samgönguáætlun gerir ráð fyrir jafnvel þótt verkið verði sett í einkaframkvæmd.

Flokkspólitík hlaupin í málið

Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir vefritið Tíkina vilja 73 prósent borgarbúa að svæðið milli Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur verði þróað áfram sem útivistarsvæði en ekki boðið undir byggingar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist gera athugasemdir við orðalag spurningar í könnuninni og segir bullandi flokkspólitík hlaupna í málið.

Fellur meirihlutinn á fimmtudag?

Framtíð meirihlutasamstarfs Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna í sveitarstjórn Skagafjarðar ræðst á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag.

Úrskurður á föstudag

Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir úrskurðar að vænta í máli Og Fjarskipta vegna viðskiptavina Margmiðlunar.

Ríkisritskoðun ekki á dagskrá

Hugmynd fjölmiðlanefndar með ákvæði um skilyrði fyrir útvarpsleyfi var ekki að ganga lengra en núverandi útvarpslög gera, segir Karl Axelsson, formaður nefndarinnar. Vera megi að orðalag sé ónákvæmt, en það standi ekki til að koma á ríkisritskoðun.

Gæludýrin tryggð

Það færist í vöxt að dýraeigendur tryggi gæludýrin sín fyrir ýmiss konar áföllum. Um helmingur hunda í Svíþjóð er tryggður og 80% hesta.

Össur sendir Ingibjörgu sneið

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir fátt nýtt koma frá framtíðarhópi flokksins en honum stýrir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, keppinautur hans um formannssætið í flokknum.

Vara við norrænum brögðum

Varað hefur verið við erindi frá sænska fyrirtækinu Nordisk Industri þar sem óskað er skriflegrar staðfestingar á faxi með ýmsum upplýsingum, til dæmis um símanúmer og heimilisfang.

Borða minnst af ávöxtum

Íslensk og spænsk skólabörn borða allra barna minnst af ávöxtum í Evrópu. Portúgölsk skólabörn borða hinsvegar allra barna mest af ávöxtum.

Beitir sér á svæði Actavis

Starfsgreinasambandið hefur miðlað upplýsingum og fræðslu og beitt sér fyrir bættum kjörum starfsmanna hjá íslenskum fyrirtækjum erlendis, til dæmis á svæði Actavis í Búlgaríu, Serbíu og á Möltu, og hyggst gera það áfram.

Þreyttir á löngum úthöldum

Oddur Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður á Kárahnjúkum, segist telja að Íslendingarnir sem vinna hjá Impregilo á Kárahnjúkum séu þreyttir á löngum úthöldum.

Gölluð reglugerð

Alþýðusambandið gagnrýnir nýja reglugerð félagsmálaráðuneytisins um atvinuréttindi útlendinga og telur að hún sé meingölluð. Vinnumálastofnun sé látin um að túlka stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki á hverjum tíma.

Stórar umbúðir utan um lítið

Össur Skarphéðinsson gefur ekki mikið fyrir hugtakið umræðustjórnmál og segir það ofnotað. Hann segir Framtíðarhóp Samfylkingarinnar fámennan og lokaðan hóp.

Bæta aðgang innflytjenda

Læknir telur að bæta megi aðgang innflytjenda að heilbrigðiskerfinu hér á landi, þótt þeir séu ýmsu vanir frá sínu heimalandi og kvarti ekki. 

Dýrahátíð í Reiðhöllinni

Troðfullt var í reiðhöllinni í Víðidal í dag á mikilli dýrahátíð sem þar var haldin. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, auk þess sem hunda- og kattaræktarfélög Íslands kynntu gestum og gangandi mismunandi tegundir dýranna.

Lokað vegna símabilunar

Vegna bilunar í símalínu var ekki hægt að afgreiða bensín eða díselolíu á Vopnafirði frá morgni síðastliðins miðvikudags og fram eftir degi.

Gabríela fulltrúi Íslands

Myndlistarmaðurinn Gabríela Friðriksdóttir hefur verið valin sem fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum, sem opnar 10. júní. Gabríela, sem fædd er árið 1971, er yngsti fulltrúinn sem Íslendingar hafa sent til þessa.

Fékk krók í öxlina

Skipverji á togaranum Snorra Sturlusyni slasaðist illa í fyrrinótt þegar hann fékk gilskrók í öxlina. Þyrla frá varnarliðinu sótti manninn, og flutti hann á Keflavíkurflugvöll, þar sem læknir tók á móti honum og fylgdi honum á sjúkrahúsið í Keflavík.

Skiptar skoðanir um sameiningu

Kosið verður um sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar þann 23. apríl. Skoðanir um sameiningu eru skiptar í Skorradalshreppi, minnsta sveitarfélaginu, sem hefur 64 íbúa. Áhugi fyrir sameiningu er mun meiri í stærsta sveitarfélaginu, Borgarbyggð.

Brýnt að reisa nýtt fangelsi

Fangavarðafélag Íslands skorar á stjórnvöld að standa við áform um byggingu nýs fangelsis sem koma á í staðinn fyrir bæði Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og Fangelsið að Kópavogsbraut 17.

Leitað aftur án árangurs

Á laugardaginn gengu björgunarsveitarmenn fjörur frá Þjórsá til Herdísarvíkur í leit að Brasilíumanninum Ricardo Correia Dantas, sem ekkert hefur spurst til síðan hann hvarf á Stokkseyri fyrir rúmri viku. Leitin bar engan árangur.

Sjá næstu 50 fréttir