Innlent

Sædýrasafn í stað kvóta

"Kvótinn er allur horfinn og að mínu mati getur stórt sædýrasafn að einhverju leyti fyllt það skarð sem það hefur skilið eftir sig," segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar. Hann hefur stórar hugmyndir um uppbyggingu sædýrasafns á staðnum og hefur þegar leitað liðsinnis þingmanna suðurkjördæmis. Sigurður segir tvímælalaust grundvöll fyrir góðu og öflugu sædýrasafni í Sandgerði og nefnir að þar eru þegar tvö söfn tengd sjó og sjósókn. "Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að slíkt safn verði hér. Hingað er stutt að fara frá höfuðborgarsvæðinu, samgöngur allar góðar og húsnæði nú þegar til staðar sem gegnt gætu hlutverki sædýrasafns." Sædýrasöfn eru fyrir hendi í Höfnum og í Vestmannaeyjum en stórt sædýrasafn hefur ekki verið hér á landi síðan Sædýrasafnið í Hafnarfirði var og hét.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×