Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2025 12:59 Flaggað er í hálfa stöng við bandaríska sendiráðið við Engjaveg vegna morðsins. Vísir/Anton Brink Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að morðið á Charlie Kirk muni leiða til frekari skautunar í bandarísku samfélagi. Eins muni Bandaríkjaforseti líklega nýta sér tilefnið til að seilast enn lengra og taka sér frekari völd. Viðbrögðin við morðinu á Charlie Kirk hafa verið gríðarleg og mun meiri en viðbrögð við morði á þingkonu demókrata í Minnesota og eiginmanni hennar í sumar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir eina ástæðu þessa þá að það sé í hag Bandaríkjaforseta að magna málið upp. „Auðvitað er þetta hræðilegur atburður. Pólitísk morð, þau eru auðvitað alltaf hrikaleg en saga Bandaríkjanna er full af slíkum pólitískum voðaverkum. Þannig að það er í rauninni hin pólitíska staða málsins sem gerir það að verkum að viðbrögðin eru þessi.“ Fólk beggja vegna pólitísku línunnar hefur harmað morðið. „Viðbrögð við svona eru hreinlega flokkspólitísk. Það eru þeir sem standa hægra megin í stjórnmálunum fyrir hið harða þjóðernislega íhald sem bregðast hart við þessu. Fólk sem brást ekki hart við þegar þingkona demókrataflokksins var myrt. Og svo er það öfugt hinum megin. Það er hreinlega þannig að viðbrögðin eru rammpólitísk,“ segir Eiríkur. „Þetta er klasssískt dæmi um skautunina sem er í stjórnmálaumræðunni. En alvarleikin er kannski sá að það er hægt að nýta atburð sem þennan til að herða tökin enn frekar.“ Trump hefur undanfarið seilst lengra en forverar hans í starfi og til dæmis hótað að siga stríðsmálaráðuneyti sínu á Chicago borg, og sent þjóðvarðliðið til Los Angeles og út á götur Washington borgar. „Og færir forsetanum vopn í hendur til að halda áfram. Hann er orðinn mjög valdsækinn forseti og farinn að grafa undan helstu stoðum lýðræðis í Bandaríkjunum. Hann er mjög herskár og sá tónn herðist enn frekar við atburði sem þennan.“ Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Viðbrögðin við morðinu á Charlie Kirk hafa verið gríðarleg og mun meiri en viðbrögð við morði á þingkonu demókrata í Minnesota og eiginmanni hennar í sumar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir eina ástæðu þessa þá að það sé í hag Bandaríkjaforseta að magna málið upp. „Auðvitað er þetta hræðilegur atburður. Pólitísk morð, þau eru auðvitað alltaf hrikaleg en saga Bandaríkjanna er full af slíkum pólitískum voðaverkum. Þannig að það er í rauninni hin pólitíska staða málsins sem gerir það að verkum að viðbrögðin eru þessi.“ Fólk beggja vegna pólitísku línunnar hefur harmað morðið. „Viðbrögð við svona eru hreinlega flokkspólitísk. Það eru þeir sem standa hægra megin í stjórnmálunum fyrir hið harða þjóðernislega íhald sem bregðast hart við þessu. Fólk sem brást ekki hart við þegar þingkona demókrataflokksins var myrt. Og svo er það öfugt hinum megin. Það er hreinlega þannig að viðbrögðin eru rammpólitísk,“ segir Eiríkur. „Þetta er klasssískt dæmi um skautunina sem er í stjórnmálaumræðunni. En alvarleikin er kannski sá að það er hægt að nýta atburð sem þennan til að herða tökin enn frekar.“ Trump hefur undanfarið seilst lengra en forverar hans í starfi og til dæmis hótað að siga stríðsmálaráðuneyti sínu á Chicago borg, og sent þjóðvarðliðið til Los Angeles og út á götur Washington borgar. „Og færir forsetanum vopn í hendur til að halda áfram. Hann er orðinn mjög valdsækinn forseti og farinn að grafa undan helstu stoðum lýðræðis í Bandaríkjunum. Hann er mjög herskár og sá tónn herðist enn frekar við atburði sem þennan.“
Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira