Innlent

Vara við norrænum brögðum

Varað hefur verið við erindi frá sænska fyrirtækinu Nordisk Industri þar sem óskað er skriflegrar staðfestingar á faxi með ýmsum upplýsingum, til dæmis um símanúmer og heimilisfang. Sölumennirnir senda erindi á tiltekna starfsmenn og fái þeir ekki staðfestingu beina þeir sama erindi til annarra starfsmanna. Ef fyrirtækin senda staðfestingu má búast við að þeim berist reikningar fyrir birtingu á auglýsingum eða upplýsingum í gagnabönkum og er vísað í smátt letur á faxinu. Nokkuð er um að fyrirtækin hafi bitið á agnið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×