Innlent

50% á móti Kárahnjúkavirkjun

Rúmlega fimmtíu prósent Reykvíkinga eru á móti byggingu Kárahnjúkavirkjunnar en helmingur landsmanna henni fylgjandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands í mars. Tæplega fjörutíu prósent Reykvíkinga telja að það hafi verið rétt að ráðast í byggingu Kárahnjúkavirkjunar en fjörutíu prósent landsmanna telja að það hafi verið rangt. Úrtak könnunarinnar var 1.350 manns á aldrinum 16 til 75 ára. Svarhlutfall var tæplega 62 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×