Innlent

Dagblað í deiglunni

Útgáfa nýs viku- eða dagblaðs er í undirbúningi en mikil leynd hvílir yfir útgefendum þess. Í DV um helgina voru nöfn Karls Garðarssonar, fyrrverandi fréttastjóra Stöðvar 2, og Jóns Helga Guðmundssonar, aðaleiganda BYKO, nefnd en þeir hafa báðir neitað að tengjast málinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld sagði Guðbrandur Magnússon, framleiðslustjóri Morgunblaðsins, að gert hefði verið tilboð í prentun nýja blaðsins og að Karl Garðarsson hefði séð um viðræðurnar fyrir hönd þess. "Ég hef ekki séð um neinar viðræður," sagði Karl í samtali við Fréttablaðið í gærkvöld en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×