Þétt dagskrá hjá forsetahjónunum 11. apríl 2005 00:01 Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Akureyrar í morgun. Eftir móttökuathöfn á Akureyrarflugvelli tók við þétt dagskrá þar sem forsetahjónin kynntu sér meðal annars nokkrar af helstu menntastofnunum bæjarins. Verkmenntaskólinn á Akureyri var fyrsti viðkomustaður forsetahjónanna. Þar ávarpaði forsetinn nemendur sem sýndu atriði úr sameiginlegum söngleik framhaldsskólanna í bænum. Þá var ferðinni heitið til barnanna í leikskólanum á Iðavöllum þar sem Dorrit brá á leik með börnunum. Hádegisverður var snæddur á Öldrunarheimili Akureyrarbæjar og háskólinn heimsóttur. Ólafur Ragnar sagði við það tilefni að hann teldi að háskólinn hefði gífurlega möguleika á komandi árum að eflast og styrkjast. Hann gæti tekið að sér að mennta fólk víða að úr veröldinni gegn greiðslu og þannig skapað grundvöll fyrir gjaldeyrisöflun og auknar þjóðartekjur. Hann sagðist reikna með að fulltrúar frá háskólanum kæmu með honum í opinbera heimsókn til Kína eftir fáeinar vikur og vonandi yrði þar lagður grundvöllur að samstarfi sem gæti leitt til þess að háskólinn yrði eins konar útflutningsstöð á menntun. Ólafur Ragnar var ánægður með söngleikjaatriði framhaldsskólanemanna, verkið væri frumsamið og glæsilega flutt. Unga kynslóðin í framhaldsskólunum væri hæfileikaríkari og áræðnari en hann og hans kynslóð hefði verið og það yrði einfaldlega að viðurkenna. Forsetahjónin enduðu daginn í Íþróttahöllinni klukkan átta í kvöld þar sem bæjarbúum var boðið á skemmtikvöld. Fyrirtæki á Akureyri verða heimsótt á morgun en Eyjarfjarðarsveit tekur á móti forsetanum á miðvikudag. Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Akureyrar í morgun. Eftir móttökuathöfn á Akureyrarflugvelli tók við þétt dagskrá þar sem forsetahjónin kynntu sér meðal annars nokkrar af helstu menntastofnunum bæjarins. Verkmenntaskólinn á Akureyri var fyrsti viðkomustaður forsetahjónanna. Þar ávarpaði forsetinn nemendur sem sýndu atriði úr sameiginlegum söngleik framhaldsskólanna í bænum. Þá var ferðinni heitið til barnanna í leikskólanum á Iðavöllum þar sem Dorrit brá á leik með börnunum. Hádegisverður var snæddur á Öldrunarheimili Akureyrarbæjar og háskólinn heimsóttur. Ólafur Ragnar sagði við það tilefni að hann teldi að háskólinn hefði gífurlega möguleika á komandi árum að eflast og styrkjast. Hann gæti tekið að sér að mennta fólk víða að úr veröldinni gegn greiðslu og þannig skapað grundvöll fyrir gjaldeyrisöflun og auknar þjóðartekjur. Hann sagðist reikna með að fulltrúar frá háskólanum kæmu með honum í opinbera heimsókn til Kína eftir fáeinar vikur og vonandi yrði þar lagður grundvöllur að samstarfi sem gæti leitt til þess að háskólinn yrði eins konar útflutningsstöð á menntun. Ólafur Ragnar var ánægður með söngleikjaatriði framhaldsskólanemanna, verkið væri frumsamið og glæsilega flutt. Unga kynslóðin í framhaldsskólunum væri hæfileikaríkari og áræðnari en hann og hans kynslóð hefði verið og það yrði einfaldlega að viðurkenna. Forsetahjónin enduðu daginn í Íþróttahöllinni klukkan átta í kvöld þar sem bæjarbúum var boðið á skemmtikvöld. Fyrirtæki á Akureyri verða heimsótt á morgun en Eyjarfjarðarsveit tekur á móti forsetanum á miðvikudag.
Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira