Þétt dagskrá hjá forsetahjónunum 11. apríl 2005 00:01 Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Akureyrar í morgun. Eftir móttökuathöfn á Akureyrarflugvelli tók við þétt dagskrá þar sem forsetahjónin kynntu sér meðal annars nokkrar af helstu menntastofnunum bæjarins. Verkmenntaskólinn á Akureyri var fyrsti viðkomustaður forsetahjónanna. Þar ávarpaði forsetinn nemendur sem sýndu atriði úr sameiginlegum söngleik framhaldsskólanna í bænum. Þá var ferðinni heitið til barnanna í leikskólanum á Iðavöllum þar sem Dorrit brá á leik með börnunum. Hádegisverður var snæddur á Öldrunarheimili Akureyrarbæjar og háskólinn heimsóttur. Ólafur Ragnar sagði við það tilefni að hann teldi að háskólinn hefði gífurlega möguleika á komandi árum að eflast og styrkjast. Hann gæti tekið að sér að mennta fólk víða að úr veröldinni gegn greiðslu og þannig skapað grundvöll fyrir gjaldeyrisöflun og auknar þjóðartekjur. Hann sagðist reikna með að fulltrúar frá háskólanum kæmu með honum í opinbera heimsókn til Kína eftir fáeinar vikur og vonandi yrði þar lagður grundvöllur að samstarfi sem gæti leitt til þess að háskólinn yrði eins konar útflutningsstöð á menntun. Ólafur Ragnar var ánægður með söngleikjaatriði framhaldsskólanemanna, verkið væri frumsamið og glæsilega flutt. Unga kynslóðin í framhaldsskólunum væri hæfileikaríkari og áræðnari en hann og hans kynslóð hefði verið og það yrði einfaldlega að viðurkenna. Forsetahjónin enduðu daginn í Íþróttahöllinni klukkan átta í kvöld þar sem bæjarbúum var boðið á skemmtikvöld. Fyrirtæki á Akureyri verða heimsótt á morgun en Eyjarfjarðarsveit tekur á móti forsetanum á miðvikudag. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Akureyrar í morgun. Eftir móttökuathöfn á Akureyrarflugvelli tók við þétt dagskrá þar sem forsetahjónin kynntu sér meðal annars nokkrar af helstu menntastofnunum bæjarins. Verkmenntaskólinn á Akureyri var fyrsti viðkomustaður forsetahjónanna. Þar ávarpaði forsetinn nemendur sem sýndu atriði úr sameiginlegum söngleik framhaldsskólanna í bænum. Þá var ferðinni heitið til barnanna í leikskólanum á Iðavöllum þar sem Dorrit brá á leik með börnunum. Hádegisverður var snæddur á Öldrunarheimili Akureyrarbæjar og háskólinn heimsóttur. Ólafur Ragnar sagði við það tilefni að hann teldi að háskólinn hefði gífurlega möguleika á komandi árum að eflast og styrkjast. Hann gæti tekið að sér að mennta fólk víða að úr veröldinni gegn greiðslu og þannig skapað grundvöll fyrir gjaldeyrisöflun og auknar þjóðartekjur. Hann sagðist reikna með að fulltrúar frá háskólanum kæmu með honum í opinbera heimsókn til Kína eftir fáeinar vikur og vonandi yrði þar lagður grundvöllur að samstarfi sem gæti leitt til þess að háskólinn yrði eins konar útflutningsstöð á menntun. Ólafur Ragnar var ánægður með söngleikjaatriði framhaldsskólanemanna, verkið væri frumsamið og glæsilega flutt. Unga kynslóðin í framhaldsskólunum væri hæfileikaríkari og áræðnari en hann og hans kynslóð hefði verið og það yrði einfaldlega að viðurkenna. Forsetahjónin enduðu daginn í Íþróttahöllinni klukkan átta í kvöld þar sem bæjarbúum var boðið á skemmtikvöld. Fyrirtæki á Akureyri verða heimsótt á morgun en Eyjarfjarðarsveit tekur á móti forsetanum á miðvikudag.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira