Innlent

Dæling úr jarðhitaholu hafin

Prufudæling úr þeirri jarðhitaholu sem verður notuð sem aðalhola fyrir hitaveitu á Eskifirði hófst fyrir helgi. Prófunin fer fram í þrepum til að meta hvernig holan og svæðið bregst við dælingu. Fyrstu mælingar staðfesta þær væntingar sem gerðar voru til holunnar og virðist hún standa vel undir þeim, að því er fram kemur á vef Fjarðabyggðar. Niðurstöður eru þó ekki marktækar að gagni fyrr en eftir að dæling hefur farið fram í a.m.k.tvær til þrjár vikur en þá er búist við að fari að sjást hvernig jarðhitasvæðið bregst við. Nú þegar er ljóst að holan sjálf er vel opin út í jarðhitakerfið og þolir vel dælingu sem er vel yfir hámarksnotkun, þ.e.a.s. mesta notkunartoppi, sem áætlaður er fyrir Eskifjörð með þeirri fjölgun sem fyrirsjáanleg er. Úr holunni er verið að dæla um 40 lítrum á sekúndu af 80,6 gráðu heitu vatni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×