Innlent

Vinnuslys í Kópavogi

Maður datt í tröppum í húsi við Hlíðarhjalla í Kópavogi síðdegis í gær. Að sögn lögreglu var hann að draga ruslagám upp stigann en fékk hann yfir sig þannig að hann meiddist talsvert í baki. Þá hafði lögreglan í Keflavík afskipti af ökumanni vinnuvélar sem var við störf við Fitjar í Njarðvíkí gær. Hann hafði ekki tilskilinn vinnuvélaréttindi og það sem meira var, hann hafði verið sviptur ökuréttindum sínum nokkru áður. Slíkt er litið alvarlegum augum og því var maðurinn handtekinn og færður á lögreglustöð. Allharður árekstur varð á mótum Borgarbrautar og Dalsbrautar á Akureyri um kaffileytið í gær þegar tveir bílar skullu saman. Enginn slasaðist en annar bíllinn var ónýtur á eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×