Innlent

Borða minnst af ávöxtum

Íslensk og spænsk skólabörn borða allra barna minnst af ávöxtum í Evrópu. Portúgölsk skólabörn borða hinsvegar allra barna mest af ávöxtum. Þetta kemur fram í rannsókn sem hefur verið gerð meðal 13 þúsund 11 ára skólabarna í níu löndum. Fjallað er um niðurstöðurnar í norska blaðinu VG. Norsk skólabörn eru í þriðja neðsta sæti en innan við 40 prósent þeirra borða ávexti daglega. Skólayfirvöld í Noregi hafa ákveðið að gefa þeim einn ávöxt á dag ókeypis til að bregðast við því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×