Innlent

Lokað vegna símabilunar

Vegna bilunar í símalínu var ekki hægt að afgreiða bensín eða díselolíu á Vopnafirði frá morgni síðastliðins miðvikudags og fram eftir degi. Aðeins er hægt að kaupa eldsneyti á Vopnafirði í sjálfsala og ef hann bilar er ekki hægt að kaupa eldsneyti í byggðarlaginu en Vopnafjarðarhreppur telur á áttunda hundrað íbúa. Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri Símans á Austurlandi, segir að notkun sjálfssalans sé háð ISDN tengingu. „Tengingin bilaði umræddan dag en komst í lag aftur samdægurs," segir Gunnar. Dæmi eru um að Vopnfirðingar hafi lent í vandkvæðum vegna þessa og einn íbúi þurfti að dæla bensíni af vélsleða sínum til að komast í flug frá Egilsstöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×