Innlent

Gæludýrin tryggð

Það færist í vöxt að dýraeigendur tryggi gæludýrin sín fyrir ýmiss konar áföllum. Það kostar um 200 þúsund krónur að flytja inn dýr og láta það ganga í gegnum allt ferlið sem fylgir því, vist í einangrunarstöðinni í Hrísey þar á meðal. Svo kosta dýrin sjálf sitt, hreinræktaðir kettir kannski frá 40-50 þúsund krónum og upp úr, hundar enn meira, að ekki sé talað um hestana en þeir bestu eru hundruð þúsunda króna virði. Svo það eru margir sem tryggja dýrin sín. Pekka Olson, markaðsstjóri Agria tryggingafélags, segir ólíkar ástæður fyrir því. Menn hafi kannski keypt mjög dýr dýr eða litið er á dýrið sem fjölskyldumeðlim og þá vilji eigendurnir veita því öryggi. Og nú til dags geti dýralæknar framkvæmt mjög flóknar skurðaðgerðir sem kosti töluvert og þá sé gott að fá hjálp frá tryggingunum. Pekka segist sannfærður um að fleiri kettir drepist vegna peningaskorts eigendanna en nokkurs annars. Hann segir um helming hunda í Svíþjóð vera tryggða og 80% hrossa. Það var margt verðmætra hunda og katta í Víðidal í dag. Sesar er Tíbet Spaniel og 150-180 þúsund króna virði. Eigandinn, anna Carlson, ætlar að kaupa tryggingu fyrir hann. Aðspurð hvort hún upplifi þetta ekki sem einhvers konar bragð hjá Tryggingafélögunum, hvort ekki sé langt gengið að tryggja gæludýrin sín, segist Anna ekki upplifa það þannig. Þetta sé jú fjárfesting.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×