Innlent

Bæta aðgang innflytjenda

Læknir telur að bæta megi aðgang innflytjenda að heilbrigðiskerfinu hér á landi, þótt þeir séu ýmsu vanir frá sínu heimalandi og kvarti ekki.  Á hverju ári koma rúmlega eitt þúsund erlendir ríkisborgarar til Íslands og setjast að. Til að fá dvalarleyfi þurfa þeir að gangast undir læknisskoðun, komi þeir frá löndum utan EES-svæðisins, og er þá kannað hvort þeir beri smitsjúkdóma. Samskiptin við heilbrigðiskerfið geta þó reynst erfið, til dæmis koma oft upp tungumálaörðugleikar að sögn Ástríðar Stefánsdóttur læknis. Peningavandamál koma líka upp því oft séu innflytjendurnir í láglaunastöðum. Claudette Jantjies fluttist frá Namibíu til Íslands árið 1999 en þá var hún barnshafandi. Hún segist hafa fengið mjög góðar viðtökur, þjónustan frábær og ljósmóðirin engri lík. Claudette er ein af þeim heppnu. Ástríður segir að innflytjendur frá öðrum menningarheimum rekist á ýmsa veggi en séu líka ýmsu vanir að heiman. „Bæði heilbrigðiskerfið og menntakerfið þurfa að taka sig á svo fólkið eigi auðvelt með að ná fótfestu,“ segir Ástríður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×