Innlent

Þreyttir á löngum úthöldum

Oddur Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður á Kárahnjúkum, segist telja að Íslendingarnir sem vinna hjá Impregilo á Kárahnjúkum séu þreyttir á löngum úthöldum. "Það er það sem er langerfiðast fyrir Íslendinga hjá Impregilo. Önnur verktakafyrirtæki vinna mun styttri úthöld og þar er þetta með hefðbundnum hætti," segir hann. Íslendingum hefur ekki fjölgað svo neinu nemi þrátt fyrir að samið hafi verið um staðaruppbót fyrir starfsfólk í löngu úthaldi og starfsfólk fengið greitt samkvæmt því sex mánuði aftur í tímann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×