Sátt um skýrslu en rifist um RÚV 11. apríl 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar á Alþingi í gær og mælti jafnframt fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið sf. Mikil sátt var meðal þingmanna um skýrslu fjölmiðlanefndar og var margítrekuð hin þverpólitíska ánægja um sáttina sem þar náðist. Skiptar skoðanir voru hins vegar um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið. "Engin sátt er um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna. Hann gagnrýndi að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið að koma að frumvarpinu og benti jafnframt á að allir stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hefðu lagt fram þingmál, bæði tillögur og frumvörp, um Ríkisútvarpið án þess að tillit væri til þeirra tekið í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti áhyggjum sínum yfir ákveðnu efnisatriði frumvarpsins, sem færir stjórn Ríkisútvarpsins heimild til að setja reglur um fréttaflutning. "Þetta gerir ekki einu sinni hið gamla útvarpsráð," sagði Mörður. Sú stjórn sem hér um ræðir og er skipuð ríkisstjórnarmeirihlutamönnum hverju sinni á að setja reglur um fréttaflutning og sjá til þess að þeim sé fylgt. "Ég vil vekja athygli á að þessi liður gerir ráð fyrir að útvarpsráð hafi meiri afskipti af fréttadeildum en nú, þar sem útvarpsráði er ekki skylt að gera slíkar reglur, hvað þá fylgja þeim eftir," sagði hann. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svaraði gagnrýni Marðar á þann hátt að henni þætti ekkert óeðlilegt við það að stjórn Ríkisútvarpsins setti ramma um fréttaflutning fréttastofa RÚV. "Sú merking sem ég legg í þetta er að þetta sé almennur, hóflegur rammi. Verið er að setja siðareglur sem tíðkast í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það enda er ég ekki svona tortryggin eins og Mörður Árnason," sagði Dagný. Hún bætti því við að gagnrýni á þennan lið frumvarpsins hefði heyrst úr fleiri áttum og því sé eðlilegt að hann verði tekinn fyrir í menntamálanefnd. "Það er ekki illur vilji um þetta ákvæði í frumvarpinu," sagði Dagný. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti skýrslu fjölmiðlanefndar á Alþingi í gær og mælti jafnframt fyrir frumvarpi sínu um Ríkisútvarpið sf. Mikil sátt var meðal þingmanna um skýrslu fjölmiðlanefndar og var margítrekuð hin þverpólitíska ánægja um sáttina sem þar náðist. Skiptar skoðanir voru hins vegar um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið. "Engin sátt er um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna. Hann gagnrýndi að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið að koma að frumvarpinu og benti jafnframt á að allir stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hefðu lagt fram þingmál, bæði tillögur og frumvörp, um Ríkisútvarpið án þess að tillit væri til þeirra tekið í frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti áhyggjum sínum yfir ákveðnu efnisatriði frumvarpsins, sem færir stjórn Ríkisútvarpsins heimild til að setja reglur um fréttaflutning. "Þetta gerir ekki einu sinni hið gamla útvarpsráð," sagði Mörður. Sú stjórn sem hér um ræðir og er skipuð ríkisstjórnarmeirihlutamönnum hverju sinni á að setja reglur um fréttaflutning og sjá til þess að þeim sé fylgt. "Ég vil vekja athygli á að þessi liður gerir ráð fyrir að útvarpsráð hafi meiri afskipti af fréttadeildum en nú, þar sem útvarpsráði er ekki skylt að gera slíkar reglur, hvað þá fylgja þeim eftir," sagði hann. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svaraði gagnrýni Marðar á þann hátt að henni þætti ekkert óeðlilegt við það að stjórn Ríkisútvarpsins setti ramma um fréttaflutning fréttastofa RÚV. "Sú merking sem ég legg í þetta er að þetta sé almennur, hóflegur rammi. Verið er að setja siðareglur sem tíðkast í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það enda er ég ekki svona tortryggin eins og Mörður Árnason," sagði Dagný. Hún bætti því við að gagnrýni á þennan lið frumvarpsins hefði heyrst úr fleiri áttum og því sé eðlilegt að hann verði tekinn fyrir í menntamálanefnd. "Það er ekki illur vilji um þetta ákvæði í frumvarpinu," sagði Dagný.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira