Innlent

Gölluð reglugerð

Alþýðusambandið gagnrýnir nýja reglugerð félagsmálaráðuneytisins um atvinuréttindi útlendinga og telur að hún sé meingölluð. Vinnumálastofnun sé látin um að túlka stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki á hverjum tíma. Reglugerðin er gengin í gildi og hyggst ASÍ því tryggja að "skikkanlega verði haldið á framkvæmdinni" í gegnum Vinnumálastofnun. Þetta segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að reglugerðin sé útfærsla á vinnulagi en hin pólitíska stefna eða stefnumótun geti birst með öðrum hætti en í formi reglugerðar. "Það er ekkert sem segir að þó að þessi reglugerð hafi tekið gildi og sé mjög til bóta varðandi framkvæmd laganna þá geti ekki komið fram pólitískar áherslur ráðuneytisins sem stofnunin reyni að framkvæma," segir hann. "Ég held að ráðuneytið hafi ekki sleppt hendinni af þessum málaflokki með útgáfu reglugerðarinnar. Sjónarmið þess geta komið fram síðar," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×