Innlent

Engin niðurstaða með brottkast

Engin niðurstaða liggur fyrir um hversu miklum sjávarafla er hent fyrir borð á íslenska fiskiskipaflotanum þrátt fyrir þriggja ára starf sérstakrar nefndar sjávarútvegsráðuneytisins í því máli. Var nefndinni falið að meta það ásamt öðrum verkefnum í janúar 2002 en að sögn Helga Laxdal, formanns Vélstjórafélags Íslands, sem sæti á í nefndinni, eru afar skiptar skoðanir innan nefndarinnar varðandi brottkast og niðurstaða því ekki fengin. Hann bendir þó á að nefndin skoði mörg önnur mál hvað varðar bætta umgengni um auðlindir sjávar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×