Innlent

Þyrla sótti slasaðan sjómann

Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í togarann Snorra Sturluson um klukkan eitt í nótt. Sjómaðurinn er töluvert mikið slasaður en hann fékk þungt högg á brjóstkassann og hlaut innvortis meiðsl. Hann liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er ástand hans stöðugt að sögn vakthafandi læknis.  Togarinn var staddur undan Kötlugrunnum um 50 sjómílur austan við Vestmannaeyjar. Vel gekk að ná hinum slasaða um borð og var ágætisveður á svæðinu. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var við umfangsmiklar æfingar á Austurlandi í gær og því var ákveðið að senda þyrlu Varnarliðsins eftir manninum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×