Innlent

Beitir sér á svæði Actavis

Starfsgreinasambandið hefur miðlað upplýsingum og fræðslu og beitt sér fyrir bættum kjörum starfsmanna hjá íslenskum fyrirtækjum erlendis, til dæmis á svæði Actavis í Búlgaríu, Serbíu og á Möltu, og hyggst gera það áfram. "Við höfum komið okkar hugmyndafræði á framfæri við félaga okkar í Búlgaríu," segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. "Við munum styðja við bakið á þeim sem það þurfa. Við munum ekki sætta okkur við fríhöfn þar sem fyrirtækin fá að hegða sér eins og þeim sýnist."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×