Innlent

Leitað aftur án árangurs

Á laugardaginn gengu björgunarsveitarmenn fjörur frá Þjórsá til Herdísarvíkur í leit að Brasilíumanninum Ricardo Correia Dantas, sem ekkert hefur spurst til síðan hann hvarf á Stokkseyri fyrir rúmri viku. Leitin bar engan árangur. Formleg leit hafði þá legið niðri í tæpa viku, en strax þegar þeirri leit var hætt var ákveðið að gera aðra tilraun síðar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næst verður leitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×