Innlent

Lýst eftir stúlku

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Þorgerði Gísladóttur, 18 ára stúlku frá Grindavík. Hún sást síðast yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi klukkan hálftíu. Bifreið hennar fannst í Keflavík í dag en ekkert hefur spurst til hennar sjálfrar. Þorgerður er grönn og hávaxin, skolhærð með sítt hár niður á bak, hún er með blágræn augu og var klædd í bláar gallabuxur, hvíta, rennda flíspeysu og strigaskó þegar síðast sást til hennar. Það er mjög ólíkt Þorgerði að hverfa með þessum hætti svo lögreglan í Keflavík biður þá sem kunna að vita um ferðir hennar að láta þegar vita í síma 420-2450.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×