Innlent

Gabríela fulltrúi Íslands

Myndlistarmaðurinn Gabríela Friðriksdóttir hefur verið valin sem fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum, sem opnar 10. júní. Gabríela, sem fædd er árið 1971, er yngsti fulltrúinn sem Íslendingar hafa sent til þessa. Gabríela mun sýna verkið Versations/Tetralógía á Feneyjatvíæringnum. Verkið er svokölluð polýfónísk innsetning sem samsett er úr málverkum, skúlptúrum, lágmyndum og fjórum myndbandsverkum. Myndböndin, Tetralógía, voru unnin í samvinnu við Björk Guðmundsdóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Ernu Ómarsdóttur og Sigurð Guðjónsson. Tónlistin við Tetralógíuna, var unnin af fjórum tónskáldum, Björk Guðmundsdóttur, Borgari Þór Magnasyni, Daníel Ágúst Haraldssyni og Jónasi Sen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×