Innlent

Fékk krók í öxlina

Skipverji á togaranum Snorra Sturlusyni slasaðist illa í fyrrinótt þegar hann fékk gilskrók í öxlina. Þyrla frá varnarliðinu sótti manninn, og flutti hann á Keflavíkurflugvöll, þar sem læknir tók á móti honum og fylgdi honum á sjúkrahúsið í Keflavík. Togarinn var staddur um 50 mílur suður af Vestmannaeyjum þegar slysið varð um klukkan eitt í fyrrinótt. Meira en tveir tímar liðu frá því maðurinn slasaðist þangað til þyrla varnarliðsins fór af stað til að sækja hann, en læknir Landhelgisgæslunnar gaf skipstjóra togarans ráðleggingar um meðferð meðan á biðinni stóð. Þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar gátu ekki sinnt þessu vegna þess að þeir voru í hvíld eftir að hafa verið á æfingum á Austurlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×