Fleiri fréttir

Fólk vakni til vitundar

Nemendur Listaháskóla Íslands gerðu gjörning við Hæstarétt í gær í tilefni af V-deginum. Nemendur beindu V-inu að húsinu á táknrænan hátt. Merkið er beiðni um vitunarvakningu sem miðar að því að breyta viðhorfum fólks til fórnarlamba kynferðisofbeldis.

Vilja hjúkrunarheimili í Vesturbæ

Borgaryfirvöld í Reykjavík og bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi vilja að reist verði 90 rýma hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Lýsislóðinni við Grandaveg. Fyrr á árinu gerðu sveitarfélögin sér vonir um að framkvæmdir gætu hafist í lok þessa árs, en málinu hefur lítið þokað áfram.

Vilja flytja bandaríska sendiráðið

Forseti borgarstjórnar segir staðsetningu bandaríska sendiráðsins slæma. Vill ræða við utanríkisráðuneytið um að flytja sendiráðið. Frumkvæði þarf frá Washington, segir talsmaður sendiráðsins.Nágrannar eru æfir eftir að steyptir stöplar voru settir á götuna í gær.</font /></b />

Óperusöngvarar sungu veisluboðið

Síminn vill ekki gefa upp hvað boð sem fyrirtækið hélt fyrir sína stærstu viðskiptavini í Ásmundarsafni í gærkvöld kostaði. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að boðið hafi verið mjög veglegt. Óperusöngvarar fóru til forsvarsmanna stærstu viðskiptavina Símans og sungu til þeirra veisluboðið.

Bílslys kosta 20 milljarða árlega

Umferðarslys kosta samfélagið tuttugu milljarða árlega. Þetta kom fram í erindi Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi svæfingalæknis, á Umferðarþingi á fimmtudag.

Opna á innanlandsflug í Keflavík

Nýjar aðstæður kunna að skapast ef Íslendingar verða að taka að sér stóran hluta reksturs Keflavíkurflugvallar, segir Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi borgarstjóri.

Elri gæti komið í stað lúpínu

Elri er trjátegund sem sögð er hafa uppgræðslueiginleika á borð við lúpínu. Elrinu svipar til birkis og sker sig því ekki jafn mikið úr landslaginu og litsterk lúpínan. Elri kann því sums staðar að henta betur.

Virkar stjórnir beri ábyrgð

"Með virkum stjórnum má fullyrða að fáist betri fyrirtæki," segir Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, en í tengslum við samráð olíufélaganna hefur ábyrgð stjórnarmanna fyrirtækja borist í tal.

Bilið aldrei verið breiðara

Bilið milli hinna tekjuhæstu og tekjulægstu á Íslandi hefur breikkað um helming á síðasta áratug og er nú meira en nokkru sinni áður. Ellefu þúsund tekjuhæstu Íslendingarnir hafa að meðaltali 22 sinnum hærri laun en ellefu þúsund tekjulægstu. Það tekur hina tekjulægstu því nær tvö ár að afla sér mánaðarlauna hinna tekjuhæstu.

Slitnað upp úr meirihlutaviðræðum

Framsóknarflokkurinn á Dalvík ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að halda ekki áfram viðræðum við I-lista Sameiningu um meirihlutastarf í bæjarstjórn. Valdimar Bragason, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og núverandi bæjarstjóri segir að tillögur Sameiningar muni auka útgjöld bæjarsjóðs og séu því óásættanlegar.

Hátt matvælaverð rannsakað

Samkeppnisyfirvöld á Norðurlöndunum ætla að hefja sameiginlega rannsókn á því að matvæli á Norðurlöndum eru miklu dýrari en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins, jafnvel þótt Finnland, Svíþjóð og Danmörk séu í sambandinu.

Kviknaði aftur í

Mikill hiti kraumar enn í dekkjahaugnum á athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn og kviknaði aftur í honum um tíuleytið í gærkvöldi þegar stórvirkar vinnuvélar voru að moka dekkjum úr honum. Slökkviliðið var kallað á vettvang til að slökkva eldinn og var það á vettvangi fram undir morgun til að tryggja að eldur gysi ekki aftur upp.

Ísland í hóp olíuframleiðsluríkja?

Deilendur til margra ára um Hatton Rockall grunnsævið, djúpt suður af Íslandi og vestur af Færeyjum, Bretlandi og Írlandi, þurfa nú í sameiningu að að skilgreina grunnið frá alþjóðlegu hafsbotnssvæði og leggja það fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Ekki er talið útilokað að olíu sé að finna á svæðinu en þá myndi Ísland bætast í hóp olíuframleiðsluríkja.

Nokkur umferðaróhöpp í hálkunni

Nokkur umferðaróhöpp urðu á norðaustanverðu landinu í gærkvöldi vegna fljúgandi hálku sem víðast hvar er enn á þessu svæði. Nokkrir árekstrar urðu á Akureyri en þar slasaðist engin og ökumaður flutningabíls slapp með skrekkinn þegar tengivagn, sem bíllinn dró, rann út af veginum í Blönduhlíð og valt. Bíllinn hélst aftur á móti á veginum.

Skattalækkanir valda áhyggjum

Trúnaðarmannaráð SFR hefur áhyggjur af þeim skattalækkunum sem nú hafa verið boðaðar þar sem líkur eru á að með þeim hagnist hinir best settu mest en hinir tekjulægstu minnst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun trúnaðarmannaráðsins sem samþykkt var á fjölmennri samkomu þeirra og stjórnar SFR í gærkvöldi.

Tekinn með 140 grömm af kókaíni

Maður á þrítugsaldri var handtekinn í Leifsstöð í fyrrakvöld. Hann var að koma frá Amsterdam og var grunaður um fíkniefnasmygl. Við leit fundust 140 grömm af kókaíni, falin í endaþarmi hans.

9 ára stúlku rænt

Níu ára stúlka var numin á brott í austurbæ Kópavogs síðdegis í gær og var skilin eftir við afleggjarann að Skálafelli. Lögregla lýsir eftir manninum.

Lækkun gjaldsins veltur á ríkinu

Það myndi engu breyta um veggjaldið um Hvalfjarðargöng þótt Spölur endurfjármagnaði erlend lán sín. Innlendar skuldir Spalar eru hins vegar við ríkissjóð þannig að það stendur upp á ríkið að skapa svigrúm til lækkunar veggjaldsins.

Guggna á ástarsögu um sendiherra

Ritstjórar kanadíska stórblaðsins National Post í Ottawa, biðja Guðmund Eiríksson sendiherra Íslands, Adrienne Clarkson landstjóra Kanada og eiginmann hennar John Ralston Saul afsökunar á skrifum um meint samband þeirra. Ritstjórarnir segja ummælin um þau röng og viljandi missagnir koma fram. Orðalagið ber merki mikillar eftisjáar ritstjóranna.

Geta ekki tryggt öryggi borgaranna

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vantar úrræði til að tryggja öryggi borgaranna, segir framkvæmdastjóri forvarnadeildar. Brýn þörf sé á að slökkviliðið hafi heimild til að sekta þá beint sem láta undir höfuð leggjast að sinna kröfum um úrbætur á brunavörnum. 

Systirin klessti Bens Hannesar

Áföllin dynja á Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni eitt af öðru. Ekkja Laxness komin í mál við hann, botnlanginn sprunginn og nú síðast klessukeyrði systir hans bílinn hans. Hannes veit varla hvaðan á sig stendur veðrið. „Mestu skiptir að enginn slasaðist en systir mín tók þetta nærri sér,“ segir Hannes meðal annars í DV í dag.

Umferðarþing í Reykjavík

Umferðarþing á vegum Umferðarstofu og Umferðarráðs var sett í Reykjavík í dag. Á þinginu verður „Umferðarljósið“, sérstakur verðlaunagripur Umferðarráðs, veittur aðila sem lagt hefur mikið af mörkum til að auka umferðaröryggi í landinu.

Jólasveinar á barmi heimsfrægðar?

Íslensku jólasveinarnir gætu verið á barmi heimsfrægðar en um þessar mundir skreyta þeir umbúðir íslenskra mjólkurferna. Í danska bændablaðinu <em>Landbrugsavisen</em> er umfjöllun um fernurnar, jólasveinana, foreldra þeirra og jólaköttinn.

Lögregla leitar enn mannsins

Lögreglan í Kópavogi leitar enn manns um tvítugt sem nam níu ára gamalt stúlkubarn á brott í austurbæ Kópavogs síðdegis í gær. Einhverjar vísbendingar hafa þó borist til lögreglu sem verið er að kanna.

Endurhæfing í stað örorku

Starfsendurhæfing til að forða fólki frá örorku hefur gefið góða raun hér á landi. Tryggingastofnun vill auka þá starfsemi og jafnframt að læknar fái aukna fræðslu um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun. </font /></b />

Kærleikssjóður Sogns stofnaður

Rósa Aðalheiður Georgsdóttir hefur fyrir liðveislu Landsbanka Íslands stofnað Kærleikssjóð Sogns í minningu dóttur sinnar, Kristínar Kjartansdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi réttargeðdeildarinnar á Sogni til hagsbóta fyrir sjúklinga, svo sem með jólagjöfum og tækjakaupum.

Bónus styrkti bágstadda

Bónus færði í gær Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Hjálparstofnun kirkjunnar 20 milljónir króna að gjöf.

Hópur fólks hefur einangrast

Sú öra tölvu- og tæknivæðing sem orðið hefur í hinum vestræna heimi verður til þess að tilteknir hópar fólks einangrast.

Hárkolla eða augabrúnir

Breyting á reglugerð um styrki Tryggingastofnunar vegna hjálpartækja hefur það í för með sér að fólk fær val um að nýta styrkinn til kaupa á hárkollu eða sérsniðnum höfuðfötum, gerviaugnabrúnum eða augnhárum. Áður var skilyrt að verja honum til hárkollukaupa.

Blóðrásarsjúkdómar okkur skæðastir

Helsta dánarorsök Íslendinga eru blóðrásarsjúkdómar og æxli, eins og annars staðar í heiminum þar sem meðalaldur er hár. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um dánarorsakir árið 2002. Nær þrír af hverjum fjórum sem létust voru eldri en 70 ára.

Dregur úr umferðaröryggi

"Dregið hefur úr umferðaröryggi á Íslandi," sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á Umferðaþingi í gær. Sturla sagði enn fremur að stefna samgönguráðuneytisins væri skýr; umferðaröryggisáætlun yrði fylgt fast eftir með auknum fjármunum á næsta ári og rannsóknir á umferðarslysum verða auknar.

Ríkið greiði 2,5 milljóna bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í dag til að greiða karlmanni á fimmtugsaldri 2,5 milljónir króna í bætur. Maðurinn var starfsmaður á Hótel Íslandi árið 1995 þegar hann lenti í miklum átökum við drukkinn gest. Í kjölfar atburðarins var maðurinn úrskurðaður 25% öryrki.

Fann tröppur inn í skáp

"Guðmundur átti skápa sem eru núna á bak við eldshúsinnréttingu og einhvern tímann kíkti ég í þá og rakst þá á tröppurnar," segir Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður sem á dögunum fann gifslíkan eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, myndhöggvara. Erla á hús við Skólavörðustíg sem áður var vinnustofa Guðmundar.

Bónus gefur 20 milljónir

Bónus hefur ákveðið að færa Hjálparstarfi kirkjunnarog Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 20 milljónir króna að gjöf. Féð verður notað til að aðstoða þá sem við bágust kjör búa nú þegar jólahátíðin er framundan.

Mafían í Nígeríu undir smásjána

Embætti Ríkislögreglustjóra og tollyfirvöld taka þátt í norrænni rannsókn á smygli nígerísku mafíunnar á fólki og eiturlyfjum frá Nígeríu til norðurlandanna undir yfirskriftinni Projekt Sunrise.

Fullreynt að ná sáttum

Brýnt var að nútímavæða Sparisjóð Skagafjarðar. Valið stóð milli þess að loka eða auka stofnfé. Fullreynt þótti að ná sáttum. Ákveðið var að byggja upp frekar en deyða.

Eins og olía á eld

Trúnaðarmannaráð SFR Stéttarfélags í almannaþágu hefur áhyggjur af boðuðum skattalækkunaráformum ríkisstjórnarinnar og telur líkur á að með þeim hagnist hinir best settu mest og hinir tekjulægstu minnst.

Styður ekki hækkun gjalda

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir á fundi sem Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands um hækkun skráningargjalda ekki styðja frumvarp menntamálaráðherra um hækkun skráningargjaldanna.

Sakaður um að svíkja öryrkja

Stjórnarandstæðingar sóttu hart að Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær og sökuðu hann um að svíkja fyrirheit sín gagnvart öryrkjum.

Úttekt á brunavörnum

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að hún hefði falið Brunamálastofnun að gera úttekt á brunavörnum og eldvarnaeftirliti hjá fyrirtækjum í svipuðum rekstri og Hringrás ehf eftir brunann fyrr í vikunni.

Mikill hiti enn í dekkjahaugnum

Mikill hiti kraumar enn í dekkjahaugnum á athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn. Það kviknaði aftur í honum seint í gærkvöldi. Slökkviliðið var á vettvangi fram undir morgun til að tryggja að eldur gysi ekki aftur upp. Borgarráð fór í dag yfir atburðina í kringum eldsvoðann og kom þar fram ánægja með frammistöðu allra sem að aðgerðum komu.

Matur miklu dýrari á Norðurlöndum

Matur er miklu dýrari á Norðurlöndum en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum. Samkeppnisyfirvöld allra norrænu ríkjanna rannsaka nú sameiginlega hvers vegna. 

Sveitarfélögin þurfa 3-4 milljarða

Sveitarfélögin telja sig þurfa tekjuhækkun sem nemur tveimur þriðju af skattalækkun ríkisstjórnarinnar nú um áramótin. Sveitastjórnarmenn vonast til að ríkisvaldið kynni hvað það býður á aukalandsþingi sveitarfélaganna á morgun. 

Svifaseint sektaferli

Það sem af er árinu hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gert athugasemdir við slakar brunavarnir hjá rösklega fimm hunduð húseigendum. Eldvarnareftirlitsmenn vilja fá víðtækari heimildir til álagningar sekta en segjast þó gæta hófs.

Skúrað og skrúbbað

Híbýli við Kleppsveg og nágrenni eru nú þrifin hátt og lágt eftir sótið og reykinn sem fylgdi brunanum í Hringrás á dögunum. Guðmundur Vignir Hauksson sem á og rekur hreingerningaþjónustuna Þrif og þvott vinnur talsvert fyrir tryggingarfélögin og honum var falið að þrífa nítján stigaganga hátt og lágt. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir