Elri gæti komið í stað lúpínu 25. nóvember 2004 00:01 Síðustu tvo áratugina hafa verið gerðar tilraunir hér á landi með notkun elris í landgræðslu og skógrækt. Elri er trjátegund sem hefur svipaða eiginleika og lúpína, en á rótum beggja eru baktería sem bindur köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Báðar tegundir eru harðgerar og hafa verið notaðar til að græða upp land þar sem næringarefni eru af skornum skammti í jarðvegi. Þó svo að elrið sé innflutt svipar því mjög til birkis og sker sig því ekki jafn mikið úr umhverfinu og lúpínan. Því er talið að elri kunni að hugnast einhverjum betur til uppgræðslu á sumum svæðum svo sem þar sem verið er að rækta upp sumarbústaðalendur. "Elri er með bakteríur af Frankíu-tegund á rótum sem binda köfnunarefni úr andrúmsloftinu, sem er nákvæmlega sama virkni og á rótum lúpínu," segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. "Í heimkynnum sínum eru þetta tegundir sem ná fyrstar fótfestu þar sem land hefur skemmst í skriðum, áraurum, eða einhverju slíku, ásamt auðvitað lúpínu og fleiri köfnunarefnissmitandi jurtum. Svo koma hinar tegundirnar á eftir þegar búið er að bæta jarðveginn. Elri er þannig eins og nokkurs konar köfnunarefnis- eða áburðarverksmiðja." Hreinn segir að fjöldi tegunda elris séu til, svo sem sitkaelri, gráelri, blæelri, kjarrelri og fleiri til. "Margar þessara tegunda þrífast vel hér og getur farið inn á rýrt land. Þær þrífast samt best þar sem grunnvatn er hátt. Á mjög þurrum melum eiga þær oft erfitt fyrstu árin. Á slíkum svæðum er lúpínan seigari," segir Hreinn, en telur að elri kunni að henta betur en lúpína á stöðum á borð við Skógasand þar sem settar voru upp stíflur og stutt er niður í vatn. Hreinn telur tæpast að útbreiðsla elris geti orðið jafn mikil og lúpínu, því elrið beri litla köngla sem borist geti með vindi um lengri veg, meðan lúpínan fari stutt og dreifi sér með vatni eða slíku. "Elri er hins vegar ekki mikið gróðursett, enn sem komið er. Það hefur gengið erfiðlega að rækta þetta vegna vandamála sem upp hafa komið við að smita ræturnar bakteríunni. En ef fólk vill ekki fá lúpínuna inn getur það svo sem prófað elri, haustlitirnir eru svona gulleitir, svipaðir og hjá birkinu," segir Hreinn. Fréttir Innlent Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira
Síðustu tvo áratugina hafa verið gerðar tilraunir hér á landi með notkun elris í landgræðslu og skógrækt. Elri er trjátegund sem hefur svipaða eiginleika og lúpína, en á rótum beggja eru baktería sem bindur köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Báðar tegundir eru harðgerar og hafa verið notaðar til að græða upp land þar sem næringarefni eru af skornum skammti í jarðvegi. Þó svo að elrið sé innflutt svipar því mjög til birkis og sker sig því ekki jafn mikið úr umhverfinu og lúpínan. Því er talið að elri kunni að hugnast einhverjum betur til uppgræðslu á sumum svæðum svo sem þar sem verið er að rækta upp sumarbústaðalendur. "Elri er með bakteríur af Frankíu-tegund á rótum sem binda köfnunarefni úr andrúmsloftinu, sem er nákvæmlega sama virkni og á rótum lúpínu," segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. "Í heimkynnum sínum eru þetta tegundir sem ná fyrstar fótfestu þar sem land hefur skemmst í skriðum, áraurum, eða einhverju slíku, ásamt auðvitað lúpínu og fleiri köfnunarefnissmitandi jurtum. Svo koma hinar tegundirnar á eftir þegar búið er að bæta jarðveginn. Elri er þannig eins og nokkurs konar köfnunarefnis- eða áburðarverksmiðja." Hreinn segir að fjöldi tegunda elris séu til, svo sem sitkaelri, gráelri, blæelri, kjarrelri og fleiri til. "Margar þessara tegunda þrífast vel hér og getur farið inn á rýrt land. Þær þrífast samt best þar sem grunnvatn er hátt. Á mjög þurrum melum eiga þær oft erfitt fyrstu árin. Á slíkum svæðum er lúpínan seigari," segir Hreinn, en telur að elri kunni að henta betur en lúpína á stöðum á borð við Skógasand þar sem settar voru upp stíflur og stutt er niður í vatn. Hreinn telur tæpast að útbreiðsla elris geti orðið jafn mikil og lúpínu, því elrið beri litla köngla sem borist geti með vindi um lengri veg, meðan lúpínan fari stutt og dreifi sér með vatni eða slíku. "Elri er hins vegar ekki mikið gróðursett, enn sem komið er. Það hefur gengið erfiðlega að rækta þetta vegna vandamála sem upp hafa komið við að smita ræturnar bakteríunni. En ef fólk vill ekki fá lúpínuna inn getur það svo sem prófað elri, haustlitirnir eru svona gulleitir, svipaðir og hjá birkinu," segir Hreinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira