Innlent

Kærleikssjóður Sogns stofnaður

Rósa Aðalheiður Georgsdóttir hefur fyrir liðveislu Landsbanka Íslands stofnað Kærleikssjóð Sogns í minningu dóttur sinnar, Kristínar Kjartansdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi réttargeðdeildarinnar á Sogni til hagsbóta fyrir sjúklinga, svo sem með jólagjöfum og tækjakaupum. Heildarstofnfé sjóðsins er 850 þúsund krónur, þar af er 50 þúsund króna framlag Rósu Aðalheiðar og 800 þúsund króna framlag frá Landsbankanum. Kristín Kjartansdóttir, dóttir Rósu, lést með sviplegum hætti árið 1947, aðeins tveggja ára gömul. Hún var fórnarlamb manns sem var veikur á geði og fékk hvergi meina sinna bót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×