Innlent

Fólk vakni til vitundar

Nemendur Listaháskóla Íslands gerðu gjörning við Hæstarétt í gær í tilefni af V-deginum. Nemendur beindu V-inu að húsinu á táknrænan hátt. Merkið er beiðni um vitunarvakningu sem miðar að því að breyta viðhorfum fólks til fórnarlamba kynferðisofbeldis. "Enn þann dag í dag er of algengt sjónarmið að fórnarlömb beri ábyrgðina með hegðun sinni," segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum V-dagsins. "Sjónum er sérstaklega beint að dómstólum í von um að þeir dómarar sem þar sitja verði sér meðvitaðir um að slíta sig frá vondum viðhorfum um ábyrgð fórnarlamba á nauðgunum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×