Innlent

Mikill hiti enn í dekkjahaugnum

Mikill hiti kraumar enn í dekkjahaugnum á athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn. Það kviknaði aftur í honum seint í gærkvöldi. Slökkviliðið var á vettvangi fram undir morgun til að tryggja að eldur gysi ekki aftur upp. Borgarráð fór í dag yfir atburðina í kringum eldsvoðann og kom þar fram ánægja með frammistöðu allra sem að aðgerðum komu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×