Innlent

Bónus styrkti bágstadda

Er upphæðin ætluð til að aðstoða þá landsmenn, sem við bágust kjör búa, fyrir jólin. Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónusi afhenti gjöfina. Um var að ræða fjögur þúsund gjafabréf frá verslunum Bónuss, hvert að upphæð 5000 krónur. Rétthafar bréfanna geta keypt vörur að eigin vali í Bónus. "Þetta gerum við af því að okkur hefur gengið vel," sagði Jóhannes. "Við höfum rekið Bónus frá upphafi eftir þeirri kenningu að gefi maður ekki neitt, þá fái maður ekki neitt. Það voru þeir sem minnst höfðu, sem styrktu okkur mest í upphafi og við höfum reynt að láta það fara til þeirra sem að því stóðu. Okkur hefur ekki vegnað miður fyrir það. Manni líður ansi vel í kjölfar þess að hafa átt þess kost að rétta þurfandi fólki hjálparhönd fyrir jólin. " Jóhannes sagði að Bónus fengi geysimörg bréf og beiðnir með óskum um stuðning við fjölskyldur og einstaklinga. Eðlilegast hefði verið að fá fagfólk til að útdeila fjármunum, því það þekkti aðstæður í þjóðfélaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×