Innlent

Jólasveinar á barmi heimsfrægðar?

Íslensku jólasveinarnir gætu verið á barmi heimsfrægðar en um þessar mundir skreyta þeir umbúðir íslenskra mjólkurferna. Í danska bændablaðinu Landbrugsavisen er umfjöllun um fernurnar, jólasveinana, foreldra þeirra og jólaköttinn. Landsamband kúabænda er yfir sig ánægt og vakin er sérstök athygli á því á heimasíðu sambandsins að það heyri til tíðinda þegar Danir, sem standa einna fremstir í mjólkurframleiðslu í Evrópu, líta til Íslands í leit að framsæknum nýjungum við markaðssetningu á mjólk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×