Innlent

Skattalækkanir valda áhyggjum

Trúnaðarmannaráð SFR hefur áhyggjur af þeim skattalækkunum sem nú hafa verið boðaðar þar sem líkur eru á að með þeim hagnist hinir best settu mest en hinir tekjulægstu minnst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun trúnaðarmannaráðsins sem samþykkt var á fjölmennri samkomu þeirra og stjórnar SFR í gærkvöldi. Ályktunin gengur lengra en sambærilegar ályktanir stéttarfélaga um skattalækkanir til þessa. Í ályktuninni segir orðrétt:   Trúnaðarmannaráð SFR hefur áhyggjur af þeim skattalækkunum sem nú hafa verið boðaðar, þar sem líkur eru á að með þeim hagnast hinir best settu mest, en hinir tekjulægstu minnst. Boðaðar "aðhaldsaðgerðir" hins opinbera samfara þessari skattalækkun geta bara þýtt tvennt: að almannaþjónusta mun verða dregin saman og að gjaldtaka fyrir nauðsynlega almannaþjónustu verði aukin. Því er dregið úr samfélagslegri ábyrgð og samhjálp um leið og misrétti í þjóðfélaginu er aukið. Skattalækkanir á þenslutímum geta virkað eins og olía á eld og stóraukið hættuna á verðbólgu, en í kjölfarið mun greiðslubyrði almennra lántakenda þyngjast.    



Fleiri fréttir

Sjá meira


×