Innlent

Eins og olía á eld

Trúnaðarmannaráð SFR Stéttarfélags í almannaþágu hefur áhyggjur af boðuðum skattalækkunaráformum ríkisstjórnarinnar og telur líkur á að með þeim hagnist hinir best settu mest og hinir tekjulægstu minnst. Boðaðar aðhaldsaðgerðir hins opinbera samfara skattalækkuninni geti bara þýtt tvennt; að almannaþjónusta verði dregin saman og gjaldtaka fyrir nauðsynlega almannaþjónustu verði aukin. Þetta kemur fram í ályktun frá Trúnaðarmannaráðinu frá því í gær. Í ályktuninni segir enn fremur: "Því er dregið úr samfélagslegri ábyrgð og samhjálp um leið og misrétti í þjóðfélaginu er aukið. Skattalækkanir á þenslutímum geta virkað eins og olía á eld og stóraukið hættuna á verðbólgu en í kjölfarið mun greiðslubyrði almennra lántakenda þyngjast."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×