Innlent

Nokkur umferðaróhöpp í hálkunni

Nokkur umferðaróhöpp urðu á norðaustanverðu landinu í gærkvöldi vegna fljúgandi hálku sem víðast hvar er enn á þessu svæði. Nokkrir árekstrar urðu á Akureyri en þar slasaðist engin og ökumaður flutningabíls slapp með skrekkinn þegar tengivagn, sem bíllinn dró, rann út af veginum í Blönduhlíð og valt. Bíllinn hélst aftur á móti á veginum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×