Innlent

Fann tröppur inn í skáp

"Guðmundur átti skápa sem eru núna á bak við eldshúsinnréttingu og einhvern tímann kíkti ég í þá og rakst þá á tröppurnar," segir Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður sem á dögunum fann gifslíkan eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, myndhöggvara. Erla á hús við Skólavörðustíg sem áður var vinnustofa Guðmundar. Líkanið reyndist vera af tröppunum fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Erla hélt tröppunum til haga í nokkur ár en fyrr í mánuðinum hafði hún samband við Pétur Ármannsson hjá Byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur og afhenti honum líkanið til varðveislu. Árið 1952 hafi verið efnt til samkeppni um útlit Skeifunnar fyrir framan aðalbygginguna. Enginn tilaganna þótti hæf til að hljóta full verðlaun.Pétur segir að þó tillaga Guðmundar hafi ekki orðið fyrir valinu í samkeppninni hafi hann líklega hannað tröppurnar sem voru byggðar. "Líkanið er í nokkru samræmi við tröppurnar eins og þær eru í dag en þær eru hins vegar ekki í samræmi við upphafleg hugmynd Guðjóns Samúelssonar sem teiknaði Skeifuna og aðalbygginguna. Hann sá fyrir sér allt aðra lausn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×