Fleiri fréttir

Níu ára stúlku rænt í Kópavogi

Maður nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, ók með hana upp veginn að Skálafelli og skildi hana þar eftir. Stúlkan veifaði til vegfaranda á Þingvallavegi sem tók hana upp í bílinn og hafði hann samband við lögreglu og foreldra stúlkunnar. Maðurinn var ekki fundinn þegar blaðið fór í prentun í gær.

Kerfi neðansjávargljúfra finnast

Kerfi stórfelldra neðansjávargljúfra hefur uppgötvast suður af Mýrdalsjökli. Talið er að eðjustraumar frá Kötluhlaupum og öðrum jökulhlaupum hafi myndað þau en ummerki slíkra eðjustrauma sjást allt að 250 kílómetra suður af landinu. 

Íslenska ríkið sýknað

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af tugmilljóna skaðabótakröfu konu sem fór í misheppnaða brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 13 árum. Henni eru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur vegna mistaka sem lúta að útliti brjóstanna. Konan segist vera sár og hissa eftir dóminn og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu.

Stysta ljósmyndasýning sögunnar

Stysta ljósmyndasýning Íslandssögunnar, eftir því sem næst verður komist, var við Reynisdranga í gær. Brim batt enda á sýninguna aðeins tólf mínútum eftir að hún hófst. 

Miltisbrandur kann að koma upp

Auglýst hefur verið eftir upplýsingum um gamlar grafir þar sem skepnum hefur verið fargað vegna miltisbrands. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir að merkja þurfi þessi svæði til að koma í veg fyrir að hreyft verði við sýktri jörð, því ef miltisbrandssýktar dýraleifar komi upp á yfirborðið kunni bakteríur að berast í menn og dýr.

Vill ekki sumarhús sem lögheimili

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Suðurlands sem heimilaði fjölskyldu að skrá lögheimili sitt í sumarbústað í sveitarfélaginu.

Raðir lítillækki ekki þiggjendur

Huga þarf að því hvaða áhrif það hefur á fólk að þiggja velferðarþjónustu frjálsra félagasamtaka fyrir jólin. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur.

Eldvörnum ábótavant á Reykjalundi

Fjárskortur kemur í veg fyrir að brunavarnir á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verði bættar strax. Slökkviliðið vill beita dagsektum, en þeim er ekki beitt nema öryggi fólks sé ógnað. Málið hefur tafist mánuðum saman í bæjarstjórn, sem þarf að veita heimild til dagsekta.

Reykjavík ræður yfirmenn

Meirihluti borgarráðs samþykkti í gær skipan í stöður í yfirstjórn Reykjavíkurborgar. Konur munu gegna tíu störfum af þeim fjórtán sem ráðið var í.

Skólastjórar ræði við börn

Brýnt verður fyrir skólastjórum í Kópavogi að ræða við grunnskólabörn vegna brottnáms níu ára stúlku í bænum í fyrradag.

Nýr meirihluti á Dalvík

Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafa aftur tekið upp samstarf um meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkur, en því var slitið formlega á laugardag.

Kærleikssjóður til styrktar Sogni

Stofnaður hefur verið Kærleikssjóður Sogns í minningu um Kristínu Kjartansdóttur, sem lést með sviplegum hætti árið 1947 aðeins tveggja ára gömul. Hún var fórnarlamb manns sem var veikur á geði og fékk hvergi meina sinna bót. Það er Rósa Aðalheiður Georgsdóttir, móðir Kristínar, sem stofnaði sjóðinn.

Ríkið greiði miskabætur

Ríkið hefur verið dæmt til að greiða konu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna mistaka sem urðu við brjóstaminnkunaraðgerð á Landspítalanum árið 1991. Konan fór fram á 22,6 milljónir króna í bætur.

Sýknaður af ákæru um hnífsstungu

Hæstiréttur sýknaði í gær karlmann um fertugt fyrir að hafa stungið fyrrverandi sambýliskonu sína með hnífi eða skærum í bringu í heimahúsi í Fellahverfi í Breiðholti á aðfangadag árið 2002. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi manninn í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í mars.

Slökkvistarfi nánast lokið

Slökkvistarfi á athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn lauk á miðnætti og hafa aðeins fjórir slökkviliðsmenn verið á vettvangi í nótt til að vakta svæðið og slökkva í glæðum þar sem þeirra hefur orðið vart. Búist er við að starfi slökkviliðsins verði endanlega lokið á hádegi.

Samruni inn í HB-Granda

Stjórnir HB-Granda, Tanga á Vopnafirði og Svans í Reykjavík samþykktu allar samruna félaganna inn í HB- Granda í gær. HB-Grandi eykur þar með enn forskot sitt sem stærsta útvegsfyrirtæki hér á landi í kvótum talið. Efnahagsreikningur félagsins stækkar við þetta um rúmlega fjóra og hálfan milljarð og verður rösklega 26,5 milljarðar króna.

Sækjast eftir langtímasamningi

Samningamenn leikskólakennara eru hættir við að sækjast eftir skammtímasamningi eins og stefnt var að áður en samið var við grunnskólakennara. Á næsta samningafundi, sem haldinn verður í dag, er stefnan sett á langtímasamning.

Sammála í náttúruverndarmálum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í setningarræðu sinni við upphaf fjórða ráðherrafundar Norðurskautsráðsins í Reykjavík á Hótel Nordica í morgun að starf ráðsins hefði skilað góðum árangri frá því Íslendingar tóku við formennsku í því fyrir tveimur árum. Hann sagði aðildarríkin jafnframt sammála um nauðsynleg skref í náttúruverndarmálum.

Slökkvistarfinu lokið

Slökkvistarfi á athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn er lokið og bíður slökkviliðsmanna nú mikið verk við að hreinsa næstum allan búnað sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur yfir að ráða. Ógjörningur er að slá á allar vinnustundir vegna brunans að sögn aðstoðarslökkviliðsstjóra.  

Stefnan kemur Hannesi á óvart

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir stefnu á hendur honum vegna ritstuldar úr verkum Halldórs Laxness koma á óvart. Hann segir dætur skáldsins hafa fengið að gera athugasemdir við próförk bókarinnar og að hann hafi tekið tillit til þeirra athugasemda. 

Óttast ekki framtíðina

Vopnfirðingar óttast ekki framtíðina þótt útgerðarrisinn HB-Grandi við Faxaflóa sé að kaupa útgerðarfyrirtækið Tanga, en atvinnulíf bæjarins og afkoma snýst um fyrirtækið.

Hringrás líklega ekki bótaskylt

Ólíklegt þykir að fyrirtækið Hringrás sé bótaskylt vegna þess tjóns sem íbúar í nágrenni við fyrirtækið urðu fyrir við eldsvoðann. Talið er að tjónið hlaupi á milljónum. Snörum viðbrögðum lögreglu og slökkviliðs er þakkað að ekki fór verr.

Varað við flughálku

Vegagerðin varar við flughálku, einkum á Norðurlandi. Það eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og víða á Vesturlandi en hálka á Bröttubrekku og flughált á Laxárdalsheiði. Á Vestfjörðum er víðast hálka eða hálkublettir. Þó er þungfært á Dynjandisheiði og flughált á Hrafnseyrarheiði.

Jákvæðni gagnvart neyðarlínunni

Landsmenn þekkja neyðarnúmerið 112 nær undantekningarlaust og eru mjög jákvæðir í garð fyrirtækisins, samkvæmt Gallup-könnun. Jákvæðnin í garð 112 mældist 4,7 á kvarðanum 1-5 en fyrirtæki mælast að meðaltali með 3,6. Þá kom fram að um þrír af hverjum tíu höfðu þurft að hringja í 112 og voru þeir almennt ánægðir með þjónustuna.

Skýrslan rýr í roðinu

Viðbrögð ráðherrafundar Norðurskautsráðsins við skýrslu vísindamanna um öra hlýnun á Norðurslóðum eru rýr í roðinu að mati Náttúruverndarsamtaka Íslands. Þau segja aðildarríki ráðsins hafa þar með misst af tækifæri til að veita forystu í aðgerðum til að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að lífríki norðursins. </font />

Tugir kvenna heimilislausar

Ekki færri en tuttugu konur, og jafnvel fjörutíu, í Reykjavík eru heimilislausar, samkvæmt þarfagreiningu sem gerð hefur verið á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands.

Sprenging í fjölgun öryrkja

Bein tengsl eru milli langvarandi atvinnuleysis og örorku, að því er greiningar hafa bent til. Forstjóri Tryggingastofnunar segir fjölgun öryrkja hér á landi sprengingu sem beri að hafa áhyggjur af.

Öryrkjafjölgun kostar milljarð

Fjölgun öryrkja á þessu ári og því næsta eykur ríkisútgjöld um 2,5 milljarða króna, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra.

Áhættumat vegna flugvallarins

Höfuðborgarsamtökin krefjast þess að borgarstjórn Reykjavíkur gangist nú þegar fyrir ítarlegu áhættumati flugvallar í Vatnsmýri og olíubirgðastöðvar í Örfirisey, sem standa við þéttbýlasta íbúðasvæði landsins, miðborgarstarfsemi og stjórnsýslumiðstöð ríkis og borgar.

Skatttekjur aukast um 24 prósent

Bæjarstjórn Fjarðarbyggðar gerir ráð fyrir að afgangur verði af rekstri bæjarsjóðs á næsta ári að stórum hluta vegna aukinna skatttekna af fasteignum. Þetta kemur fram á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2005.

456 manns hafa diplómata-vegabréf

456 einstaklingar hafa íslensk diplómata-vegabréf að því er fram kom í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag. Auk æðstu embættismanna þjóðarinnar eru fyrrverandi og núverandi starfsmenn utanríkisþjónustunnar meðal þeirra sem rétt hafa á slíkum vegabréfum.

Met í frystingu á einum sólarhring

Í gær var met slegið um borð í Guðmundi Ólafi í frystingu á einum sólarhring þegar fryst voru rúm 53 tonn. Guðmundur Ólafur landar síðasta síldartúrnum á þessari vertíð í Reykjavík í dag og áætlað er að heildarmagn túrsins verði um 400 tonn.

Úttekt verði gerð á brunavörnum

Vegna brunans á athafnasvæði fyrirtækisins Hringrásar við Sundahöfn hefur Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra falið brunamálastjóra að gera úttekt á brunavörnum og eldvarnareftirliti hjá fyrirtækjum með sambærilegan eða hliðstæðan rekstur og Hringrás.

Vegagerðin varar við hálku

Vegagerðin varar við mjög mikilli hálku á Laxárdalsheiði í Dölum, í Húnavatnssýslu, Skagafirði og í Mývatnssveit. Á Vestfjörðum er aðeins fært stórum bílum og jeppum um Dynjandisheiði. Annars er hálka eða hálkublettir á vegum um allt norðan vert landið en greiðfært sunnanlands.

Yfirlýsing sögð rýr

Engar ráðleggingar um bindandi aðgerðir til að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifum er að finna í svokallaðri Reykjavíkur-yfirlýsingu ráðherra ríkjanna átta sem eiga aðild að Norðurheimskautsráðinu, en fundi þeirra lauk í Reykjavík í gær.

Deilt um forvarnir

Lýst var eftir efndum á kosningaloforðum Framsóknarflokksins um milljarð til fíkniefnaforvarna í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær.

Eldvörnum fyrirtækja áfátt

Á þriðja hundrað fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki gert þær úrbætur á eldvörnum sem slökkviliðið hefur krafist. Dagsektir vofa yfir níu þeirra og er Reykjalundur í Mosfellsbæ í þeim hópi.

Þriðji hver skattgreiðandi hagnast

Þriðji hver skattgreiðandi hagnast á því að eignaskattur verði afnuminn. 60% þeirra sem græða á afnámi skattsins eru með innan við 200 þúsund krónur í mánaðarlaun og hagnast að meðaltali um 35 þúsund krónur á ári. 

Spilliefni flutt af brunastaðnum

Farið er að flytja mikið af spillefnum af athafnasvæði endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar eftir brunann en slökkvistarfi þar lauk ekki fyrr en á hádegi í dag. Þá afhenti slökkviliðið lögreglunni umsjón með staðnum. Mikið starf er þó óunnið og gífurlegt magn af drasli á eftir að flytja á brott.

Dýrt fæðingarorlof

480 milljónum verður varið aukalega í fæðingarorlof samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið 2005.

Meira til umhverfis

Framlög ríkisins til umhverfisráðuneytisins hækka um tæpar 120 milljónir króna samkvæmt breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið 2005.

LÍN fær 300 milljónir

Lánasjóður íslenskra námsmanna fær 300 milljóna auka framlag úr ríkissjóði samkvæmt breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar

Rætt um Rockall

Utanríkisráðuneytið segir að viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur fyrir hönd Færeyja um Hatton Rockall-málið sem nýlokið er í Lundúnum hafi verið jákvæðar og gagnlegar.

Sjá næstu 50 fréttir