Innlent

Ísland í hóp olíuframleiðsluríkja?

Deilendur til margra ára um Hatton Rockall grunnsævið, djúpt suður af Íslandi og vestur af Færeyjum, Bretlandi og Írlandi, þurfa nú í sameiningu að skilgreina grunnið frá alþjóðlegu hafsbotnssvæði. Þetta var niðurstaða af nýafstöðnum fundi Íra, Breta, Íslendinga og Færeyinga sem allir gera tilkall til auðlinda á grunninu. Þegar útlínur grunnsins hafa fengist viðurkenndar geta þjóðirnar haldið áfram að deila um skiptingu þess innbyrðis en hugmyndir eru líka uppi um að skipta svæðinu öllu upp á milli ríkjanna, skipta því að hluta á milli ríkjanna þannig að hluti þess verði sameiginlegur, eða að nýta allt svæðið sameiginlega. Mikið er í húfi því ekki er talið útilokað að olíu sé að finna á svæðinu en þá myndi Ísland bætast í hóp olíuframleiðsluríkja. Auk olíuauðlinda er hugsanlegt að málma sé þar að finna. Ennfremur eru auðug fiskimið á grunninum þar sem íslensk fiskiskip hafa meðal annars veitt kolmunna þegar gangan fer þar um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×