Innlent

Dregur úr umferðaröryggi

"Dregið hefur úr umferðaröryggi á Íslandi," sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á Umferðaþingi í gær. Sturla sagði enn fremur að stefna samgönguráðuneytisins væri skýr; umferðaröryggisáætlun yrði fylgt fast eftir með auknum fjármunum á næsta ári og rannsóknir á umferðarslysum verða auknar. Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs, sagði í erindi að auglýsingaherferð Umferðarstofu þar sem reynt er að hafa áhrif á hegðan ökumanna og auka umferðaröryggi hafi fengið næst hæstu einkunn sem auglýsingaherferð hefur nokkurn tímann fengið hér á landi. Í Gallupkönnun fékk auglýsingaherferðin "Ef þú bara...", sem sýnd var á síðasta ári, ágætiseinkunn 68,9 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Þá töldu 85,4 prósent að boðskapurinn kæmist til skila og væri árangursríkur. Birgir sagði að lítt skilgreindar og almennar herferðir skili litlum árangri en séu þær skýrt afmarkaðar skila þær árangri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×