Innlent

Blóðrásarsjúkdómar okkur skæðastir

Helsta dánarorsök Íslendinga eru blóðrásarsjúkdómar og æxli, eins og annars staðar í heiminum þar sem meðalaldur er hár. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um dánarorsakir árið 2002. Nær þrír af hverjum fjórum sem létust voru eldri en 70 ára. 41% allra dauðsfalla mátti rekja til blóðrásarsjúkdóma og 28% til æxla. Þar á eftir komu sjúkdómar í öndunarfærum, eða 8%, og hlutfall slysa og sjálfsvíga var 6%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×