Innlent

Umferðarþing í Reykjavík

Umferðarþing á vegum Umferðarstofu og Umferðarráðs var sett í Reykjavík í dag. Á þinginu verður „Umferðarljósið“, sérstakur verðlaunagripur Umferðarráðs, veittur aðila sem lagt hefur mikið af mörkum til að auka umferðaröryggi í landinu. Meðal fyrirlesara verður Max Mosley, forseti Alþjóðabílasambandsins, sem hefur beitt sér fyrir auknu umferðaröryggi og átti ásamt fleirum frumkvæði að því að alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn var helgaður umferðaröryggi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×