Fleiri fréttir Þingmenn töpuðu tímaskyninu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, brá í brún þegar þingforseti hringdi bjöllunni á meðan á andsvari hennar stóð á Alþingi í gær. 16.1.2013 10:34 Tveir fórust í þyrluslysinu í London Lögreglan í London hefur staðfest að tveir einstaklingar hafi látið lífið þegar þyrla hrapaði til jarðar í Vauxhall hverfinu í morgun. 16.1.2013 10:15 Fann fyrir ógleði eftir klórleka í fatahreinsun Slökkviliðið var kallað að fatahreinslun í Hamraborg í Kópavogi nú rétt fyrir klukkan tíu. Þar hafði klór lekið úr fötu og var óttast um eituráhrif. Einn einstaklingur var fluttur á slysadeild en hann fann fyrir ógleði og öðrum eitureinkennum. Nú er nýbúið að eiturefnamæla og mælarnir sýndu enga mengun þannig að slökkviliðið telur að um minniháttar atvik hafi verið að ræða. 16.1.2013 10:07 Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16.1.2013 09:54 Go-kart braut í Guantanamo Er það nema von að hernaðarbrölt Bandaríkjamanna kosti skildinginn þegar byggð er Go-kartbraut fyrir starfsmenn fangelsins í Guantanamo á Kúbu. Þannig er það nú samt. Brautin kostaði 52 milljónir króna enda miklu til fórnað að fangelsisstarfsmenn geta gert eitthvað skemmtilegt milli þess sem þeir gæta pólitískra fanga. Frá árinu 2001 hafa framkvæmdir við Guantanamo herstöðina og fangelsið kostað bandarísku þjóðina tvo milljarða bandaríkjadala, eða 260 milljarða króna. Í því ljósi er kostnaðurinn við Go-kart brautina dropi í hafi. Kostnaðurinn við Go-kart brautina er ekki eini kostnaðarliðurinn sem fengið hefur grínaktuga umfjöllun, en 32 milljónum króna var varið í að byggja blakvöll, 400 milljónum í byggingu leikvölls og 900 milljónum í endurnýjun á Starbucks kaffihúsi, svo eitthvað sé nefnt. 16.1.2013 09:45 Þyrla hrapaði til jarðar í London Þyrla hrapaði til jarðar í London nú á áttunda tímanum í morgun. Í frétt á vefsíðu BBC segir að þyrlan hafi rekist á byggingarkrana í Vauxhall hverfinu í miðhluta borgarinnar. 16.1.2013 08:58 Bóndi í Sviss sleppur við 655 ára gamalt kirkjugjald Dómstóll í Sviss hefur úrskurðað að bóndi þar í landi þurfi ekki lengur að greiða gjald til kirkju sinnar. Þetta gjald, sem nemur tæpum 10.000 kr. á ári, hefur fjölskylda bóndans greitt árlega frá árinu 1357. 16.1.2013 08:49 Lögregla skuli fá að gabba níðinga Fagaðilar sammælast um nauðsyn róttækari aðgerða til að sporna við kynferðisbrotum gegn börnum. Formaður allsherjarnefndar mun beita sér fyrir tálbeituheimildum lögreglu. Breyttir tímar kalli á breyttar áherslur. 16.1.2013 07:00 Minnst þrír látnir eftir 100 bíla árekstur Mikil þoka og glerhálka urðu til þess að um hundrað bíla árekstur varð á Tranarpsbrúnni fyrir utan Helsingjaborg í gær. Minnst þrír eru látnir og átján þurfti að flytja á spítala. Margir voru fastir í bílum sínum og óttast er að fleiri hafi látist. 16.1.2013 07:00 Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins. Hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu segir alltaf erfitt að eiga við lúsina. Úrræði séu fá en þó sé komið nýtt lúsalyf sem lofi góðu. Lykillinn sé þó alltaf að foreldrar fylgist með börnum sínum. 16.1.2013 07:00 Ferðamenn lokkaðir með fornum goðum "Nú þegar er farið að nota æsina í kvikmyndir í Ameríku og því enn frekari ástæða til að skerpa á því hverjir varðveittu sögurnar um hinn forna sið,“ segir áhugahópur sem vill samkeppni um myndskreytingar gatna í svokölluðu Goðahverfi. 16.1.2013 07:00 Sóttu helst í gögn frá stofnunum Net tölvuþrjóta hefur síðustu fimm árin sótt sér mikið magn af trúnaðargögnum frá ríkisstjórnum, alþjóðlegum stofnunum og rannsóknarstofnunum með tölvuóværu sem kallast Rauði október. Tölvuöryggisfyrirtækið Kaspersky leiðir þetta í ljós í nýrri skýrslu. 16.1.2013 07:00 Fjölmenn mótmæli í Pakistan Órói var í Pakistan í gær í kjölfar þess að hæstiréttur fyrirskipaði handtöku Raja Pervaiz Ashraf forsætisráðherra vegna spillingarmála. Tugir þúsunda mótmæltu ríkisstjórninni á fundi í höfuðborginni Islamabad. 16.1.2013 07:00 Kynferðisbrot afa til rannsóknar Lögreglan á Akureyri hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot 77 ára gamals manns gegn tveimur dóttursonum sínum, piltum sem þá voru á barnsaldri. 16.1.2013 07:00 Aron varar við auknu eftirliti Aron Pálmi Ágústsson, sem dæmdur var til refsingar í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni þegar hann var þrettán ára, sendi þingmönnum bréf í síðustu viku þar sem hann varar við breytingum á lögum um eftirlit með dæmdum barnaníðingum. 16.1.2013 07:00 Ekki nógu vel tekið á ofbeldinu hérlendis Hér á landi hefur ekki verið tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegum styrk og festu. 16.1.2013 07:00 Hrossakjöt í hamborgurum í verslunum á Bretlandseyjum Matvælaeftirlit Írlands hefur komist að því að hrossakjöt var notað í hamborgara sem seldir voru í nokkrum af stærstu verslunarkeðjum á Írlandi og Bretlandseyjum. 16.1.2013 06:59 Heita vatnið aftur komið á í Vesturbænum Heitt vatn komst aftur á í Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tólf í gærkvöldi eftir bilun fyrr um kvöldið. 16.1.2013 06:54 Rannsaka fjögur tilvik um eld í vatnskælivélum Lögreglan á Akureyri er nú að rannsaka nánar fjögur tilvik á tveimur árum, þar sem kviknað hefur í vatnskælivélum í mötuneytum, eða kaffistofum á vinnustöðum. 16.1.2013 06:52 Ofurölvi ökumaður keyrði inn í garð á Selfossi Ofurölvi ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Selfossi seint í gærkvöldi og hafnaði bíllinn á stórum steini inni í húsagarði. 16.1.2013 06:50 Engar norskar útgerðir með skip á loðnumiðunum Norskar útgerðir hafa ekki enn séð ástæðu til að senda loðnuskip á Íslandsmið, en þær höfðu heimildir til þess frá áramótum. 16.1.2013 06:49 Þrír menn teknir eftir innbrot í Kvikmyndaskólann Brotist var inn í Kvikmyndaskólann við Ofanleiti í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt og komust þjófarnir undan. 16.1.2013 06:45 Dagblað alþýðunnar gagnrýnir kínversk stjórnvöld vegna mengunnar Gífurleg loftmengun í Beijing og öðrum stórborgum Kína hefur leitt til harðrar gagnrýni á stjórnvöld þar í landi í Dagblaði alþýðunnar. Blaðið birtir annars yfirleitt aðeins efni sem er hliðhollt stjórnvöldum. 16.1.2013 06:43 Yfir 80 fórust í sprengingum á háskólalóð í Aleppo Yfir 80 manns létu lífið og yfir 150 særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu á lóð háskólans í borginni Aleppo í Sýrlandi í gærdag. 16.1.2013 06:38 Hert löggjöf um skotvopn samþykkt í New York ríki Hert löggjöf um skotvopn hefur verið samþykkt í New York ríki. Báðar deildir ríkisþingsins í New York samþykktu löggjöfin með miklum meirihluta og Andrew Cuomo ríkisstjóri staðfesti hana svo í gærkvöldi. 16.1.2013 06:34 Bílnum stolið á meðan barnið sat í aftursætinu Bílþjófar reyna vanalega að tryggja að það sé enginn í bílunum sem þeir stela. Það má því segja að ýmislegt hafi farið út um þúfur þegar maður stal bíl í Frederiksværksgade í Hillerød í Danmörku í dag. 15.1.2013 22:55 Forstjóri Nissan segir tapaða hlutdeild bara hiksta Honum er sjaldan orðavant forstjóra Nissan, Carlos Ghosn þó svo að Nissan hafi tapað markaðshlutdeild í Bandaríkjunum og að Nissan stefni ótrautt að 10% markaðshlutdeild þar árið 2016. Hún féll úr 8,2% 2011 í 7,9% í fyrra. Það er reyndar fyrsta árið frá 2006 sem fyrirtækið tapar hlutdeild þar vestra. Nissan og lúxusmerki þeirra Infinity seldi 1,14 milljón bíla í Bandaríkjunum í fyrra. "Aðeins eitt ár með tapaðri hlutdeild er eins og og nettur hiksti og ég hefði fyrst áhyggjur ef það gerðist tvö ár í röð“, sagði Ghosn. Ghosn nefndi tveir helstar ástæður fyrir lækkaðri markaðshlutdeild. Nokkrir af bílum Nissan sem til sölu voru hefðu verið að enda sitt skeið og nýjar kynslóðir þeirra litu brátt dagsins ljós og að japanskir keppinautar þeirra hefðu verið lengur að jafna sig en Nissan eftir jarðskjálftann stóra 2011 og því hefðu þeir notið meiri vaxtar 2012. 15.1.2013 22:46 Fólk borðar nú fyrir framan tölvuna í vinnunni - til að geta skoðað Facebook og Twitter Einn af hverjum þremur borðar hádegisverðinn sinn fyrir framan tölvuna í vinnunni, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem framkvæmd var í Bretlandi á dögunum. 15.1.2013 22:37 Vilja að lögregla fái heimild til að beita virkum tálbeitum til að góma barnaníðinga Formaður allsherjarnefndar vill beita sér fyrir því að lögregla fái heimild til þess að beita virkum tálbeitum á netinu. Ríkissaksóknari segir að með því séu menn komnir á varhugaverðar slóðir og að hugmyndina þurfi að íhuga vandlega. 15.1.2013 21:35 Ekkert heitt vatn í Vesturbænum Nú fyrir skömmu varð heitavatnslaust í hluta Vesturbæjar Reykjavíkur vegna bilunar. 15.1.2013 20:54 Maðurinn fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag er fundinn. Lögreglan þakkar aðstoðina. 15.1.2013 20:35 Kannabis í Vesturbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur í gær. Við húsleit var lagt hald á rúmlega 70 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Ekki var að sjá að búið væri í íbúðinni en húsnæðið virðist hafa verið notað í þeim eina tilgangi að rækta kannabis. Karl á fertugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. 15.1.2013 19:46 Er þetta furðulegasta myndbandið á internetinu í dag? Á Facebook-síðu sem ber yfirskriftina "Ótrúleg og klikkuð myndbönd“ birtist þetta myndband fyrir tæpum sólarhring. Það sem fólki er efst í huga er einfaldlega spurningin: Hvað er í gangi? 15.1.2013 19:42 Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. 15.1.2013 18:45 Heimili barnaníðings í gæsluvarðhaldi lagt í rúst Brotist var inn á heimili barnaníðingsins Gunnars Jakobssonar á Stokkseyri aðfaranótt laugardags. Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum. 15.1.2013 17:49 Topplaus og dónalega kraftmikill Bentley Enn halda þeir áfram að birtast nýju og flottu bílarnir á bílasýningunni í Detroit sem stendur yfir. Einn þeirra eigulegastur hlýtur að teljast þessi blæjuútgáfa af Bentley GT Speed. Í húddinum leynist 12 strokka og 6 lítra sleggja sem sér hjólunum fyrir 616 hestöflum að fíflast í malbikinu. Með þeim getur hann reyndar ferðast á því á 325 km ferð. Þá er líklega betra að vera búinn að loka blæjunni eða að minnsta kosti taka af sér hattinn. Þessi annars nokkuð þungi sleði er ekki nema 4,1 sekúndu í hundrað og 9,7 sek. Í 160 km hraða. Tog vélarinnar nemur 800 Newtonmetrum. Til að hressa örlítið uppá útlit bílsins er hann á 21 tommu felgum. Blæja bílsins hefur verið prófuð í allt að 30 stiga frosti og 50 stiga hita og þolið það bæði jafnvel, sem og monsúnrigningar og fyrir vikið á farþegum allsstaðar að líða eins.... það er vel. 15.1.2013 17:00 Svindlarar afhúpaðir frammi fyrir alþjóð Hið opinbera í Danmörku greiðir um fimm til tólf milljarða danskra króna, eða um 280 milljarða íslenskra króna, í félagslegar bætur til fólks sem á ekki rétt á félagslegum styrk. Þetta kemur fram í raunveruleikaþætti sem sýndur er í danska ríkissjónvarpinu. Sjónvarpsmenn fylgja þar starfsmönnum sveitarfélaga og lögreglunni sem hafa eftirlit með því að opinberir styrkir séu ekki misnotaðir. Svikin eru svo opinberuð fyrir framan öllum þeim sem áhuga hafa á að sjá. 15.1.2013 16:44 Þekkirðu manninn á myndinni? - Eftirlýstur vegna lögreglurannsóknar Maðurinn á meðfylgjandi mynd er eftirlýstur af lögreglunni vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum til lögreglunnar á fésbókinni. 15.1.2013 16:20 Fimm kærur á hendur Karli Vigni Alls hafa fimm kærur borist vegna Karls Vignis Þorsteinssonar eftir að Kastljós hóf umfjöllun um mál hans. Þar er um að ræða mál þar sem fjórir karlmenn koma við sögu og ein kona. 15.1.2013 15:44 Halldór Laxness með mest seldu bókina Það er ljóst að bókaunnendur hugsi töluvert um heilsuna eftir jólin, en mest selda bókin á tímabilinu 1. til 12. janúar var bókin 6 kíló á 6 vikum. Þetta kemur fram í lista Rannsóknaseturs verslunarinnar sem tekinn er saman fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. 15.1.2013 15:28 Jón Þorsteinn stefnir DV Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, hefur stefnt Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, og Inga Frey Vilhjálmssyni, fréttastjóra blaðsins, vegna umfjöllunar um gjaldeyrisviðskipti Jóns Þorsteins. 15.1.2013 15:21 Ók 1.500 km í stað 150 vegna GPS-villu Sabine Moreau, 67 ára gömul kona frá Belgíu, ætlaði að sækja vinkonu sína um 150 km leið, en endaði í Zagreb í Króatíu sem er um 1.500 km frá heimili hennar. Þetta tókst henni aðallega af tvennum sökum, bilun í leiðsögn GPS-tækisins sem hún studdist við og ótrúlega lélegri athyglisgáfu hennar. Heimili konunnar er í Hinault Erquelinnes í Belgíu og vinkonan beið á lestarstöð í Brussel, sem er um tveggja tíma akstur. Þess í stað ók Sabine í tvo sólarhringa og lagði á ferð sinni að baki 1.500 kílómetra, enda var hún komin á hinn endann í álfunni að leiðarenda. Hún verður að teljast efnileg til þátttöku í Le Mans þolaksturskeppninni í ár með slíka seiglu í handraðanum, enda er í keppninni trauðla hægt að ruglast af leið þar sem hún er lokaður hringur. Á leið sinni þurfti Sabine tvisvar að fylla á tankinn og hún dottaði nokkrum sinnum í vegköntum. Að sögn hennar sjálfrar var hún nokkuð annars hugar, en fyrr má nú vera! "Ég sá allskonar umferðarskilti í Þýskalandi, Austurríki og að lokum í Zagreb í Króatíu. Þá áttaði ég mig á því að ég var ekki í Belgíu lengur!“ Fyrir suma tekur það vonandi styttri tíma. 15.1.2013 15:15 Skúringakona ók lest á hús í Svíþjóð Skúringakona slasaðist þegar lest í Stokkhólmi fór af sporinu og lenti á íbúðablokk um klukkan hálftvö í nótt að staðartíma. Þegar lestin kom á endastöð í Saltsjobaden, suðaustur af Stokkhólmi, hægði hún ekki á sér heldur ók á hindranir á enda sporsins og áfram á nálæga byggingu. Við stjórn lestarinnar var hreingerningarkona sem hafði stolið henni. Hún slasaðist alvarlega í árekstrinum og henni var flogið á spítala. Það þykir ganga kraftaverki næst að enginn byggingunni hafi slasast og engir farþegar voru í lestinni. 15.1.2013 15:12 Öllum uppgjafarhermönnum tryggð vinna Bandaríski smásölurisinn Wal-Mart mun í dag tilkynna um áætlun sína að bjóða öllum uppgjafarhermönnum þjóðarinnar vinnu. 15.1.2013 15:08 Fyrirtæki vöruð við flóknum svikum tölvuþrjóta Lögregla á Norðurlöndum varar við tölvuinnbrotum sem eiga sér stað í samskiptum norrænna og kínverskra fyrirtækja í þeim tilgangi að komast yfir lögmætar greiðslur fyrir vörur og þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. 15.1.2013 14:58 Sjá næstu 50 fréttir
Þingmenn töpuðu tímaskyninu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, brá í brún þegar þingforseti hringdi bjöllunni á meðan á andsvari hennar stóð á Alþingi í gær. 16.1.2013 10:34
Tveir fórust í þyrluslysinu í London Lögreglan í London hefur staðfest að tveir einstaklingar hafi látið lífið þegar þyrla hrapaði til jarðar í Vauxhall hverfinu í morgun. 16.1.2013 10:15
Fann fyrir ógleði eftir klórleka í fatahreinsun Slökkviliðið var kallað að fatahreinslun í Hamraborg í Kópavogi nú rétt fyrir klukkan tíu. Þar hafði klór lekið úr fötu og var óttast um eituráhrif. Einn einstaklingur var fluttur á slysadeild en hann fann fyrir ógleði og öðrum eitureinkennum. Nú er nýbúið að eiturefnamæla og mælarnir sýndu enga mengun þannig að slökkviliðið telur að um minniháttar atvik hafi verið að ræða. 16.1.2013 10:07
Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16.1.2013 09:54
Go-kart braut í Guantanamo Er það nema von að hernaðarbrölt Bandaríkjamanna kosti skildinginn þegar byggð er Go-kartbraut fyrir starfsmenn fangelsins í Guantanamo á Kúbu. Þannig er það nú samt. Brautin kostaði 52 milljónir króna enda miklu til fórnað að fangelsisstarfsmenn geta gert eitthvað skemmtilegt milli þess sem þeir gæta pólitískra fanga. Frá árinu 2001 hafa framkvæmdir við Guantanamo herstöðina og fangelsið kostað bandarísku þjóðina tvo milljarða bandaríkjadala, eða 260 milljarða króna. Í því ljósi er kostnaðurinn við Go-kart brautina dropi í hafi. Kostnaðurinn við Go-kart brautina er ekki eini kostnaðarliðurinn sem fengið hefur grínaktuga umfjöllun, en 32 milljónum króna var varið í að byggja blakvöll, 400 milljónum í byggingu leikvölls og 900 milljónum í endurnýjun á Starbucks kaffihúsi, svo eitthvað sé nefnt. 16.1.2013 09:45
Þyrla hrapaði til jarðar í London Þyrla hrapaði til jarðar í London nú á áttunda tímanum í morgun. Í frétt á vefsíðu BBC segir að þyrlan hafi rekist á byggingarkrana í Vauxhall hverfinu í miðhluta borgarinnar. 16.1.2013 08:58
Bóndi í Sviss sleppur við 655 ára gamalt kirkjugjald Dómstóll í Sviss hefur úrskurðað að bóndi þar í landi þurfi ekki lengur að greiða gjald til kirkju sinnar. Þetta gjald, sem nemur tæpum 10.000 kr. á ári, hefur fjölskylda bóndans greitt árlega frá árinu 1357. 16.1.2013 08:49
Lögregla skuli fá að gabba níðinga Fagaðilar sammælast um nauðsyn róttækari aðgerða til að sporna við kynferðisbrotum gegn börnum. Formaður allsherjarnefndar mun beita sér fyrir tálbeituheimildum lögreglu. Breyttir tímar kalli á breyttar áherslur. 16.1.2013 07:00
Minnst þrír látnir eftir 100 bíla árekstur Mikil þoka og glerhálka urðu til þess að um hundrað bíla árekstur varð á Tranarpsbrúnni fyrir utan Helsingjaborg í gær. Minnst þrír eru látnir og átján þurfti að flytja á spítala. Margir voru fastir í bílum sínum og óttast er að fleiri hafi látist. 16.1.2013 07:00
Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins. Hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu segir alltaf erfitt að eiga við lúsina. Úrræði séu fá en þó sé komið nýtt lúsalyf sem lofi góðu. Lykillinn sé þó alltaf að foreldrar fylgist með börnum sínum. 16.1.2013 07:00
Ferðamenn lokkaðir með fornum goðum "Nú þegar er farið að nota æsina í kvikmyndir í Ameríku og því enn frekari ástæða til að skerpa á því hverjir varðveittu sögurnar um hinn forna sið,“ segir áhugahópur sem vill samkeppni um myndskreytingar gatna í svokölluðu Goðahverfi. 16.1.2013 07:00
Sóttu helst í gögn frá stofnunum Net tölvuþrjóta hefur síðustu fimm árin sótt sér mikið magn af trúnaðargögnum frá ríkisstjórnum, alþjóðlegum stofnunum og rannsóknarstofnunum með tölvuóværu sem kallast Rauði október. Tölvuöryggisfyrirtækið Kaspersky leiðir þetta í ljós í nýrri skýrslu. 16.1.2013 07:00
Fjölmenn mótmæli í Pakistan Órói var í Pakistan í gær í kjölfar þess að hæstiréttur fyrirskipaði handtöku Raja Pervaiz Ashraf forsætisráðherra vegna spillingarmála. Tugir þúsunda mótmæltu ríkisstjórninni á fundi í höfuðborginni Islamabad. 16.1.2013 07:00
Kynferðisbrot afa til rannsóknar Lögreglan á Akureyri hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot 77 ára gamals manns gegn tveimur dóttursonum sínum, piltum sem þá voru á barnsaldri. 16.1.2013 07:00
Aron varar við auknu eftirliti Aron Pálmi Ágústsson, sem dæmdur var til refsingar í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni þegar hann var þrettán ára, sendi þingmönnum bréf í síðustu viku þar sem hann varar við breytingum á lögum um eftirlit með dæmdum barnaníðingum. 16.1.2013 07:00
Ekki nógu vel tekið á ofbeldinu hérlendis Hér á landi hefur ekki verið tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegum styrk og festu. 16.1.2013 07:00
Hrossakjöt í hamborgurum í verslunum á Bretlandseyjum Matvælaeftirlit Írlands hefur komist að því að hrossakjöt var notað í hamborgara sem seldir voru í nokkrum af stærstu verslunarkeðjum á Írlandi og Bretlandseyjum. 16.1.2013 06:59
Heita vatnið aftur komið á í Vesturbænum Heitt vatn komst aftur á í Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tólf í gærkvöldi eftir bilun fyrr um kvöldið. 16.1.2013 06:54
Rannsaka fjögur tilvik um eld í vatnskælivélum Lögreglan á Akureyri er nú að rannsaka nánar fjögur tilvik á tveimur árum, þar sem kviknað hefur í vatnskælivélum í mötuneytum, eða kaffistofum á vinnustöðum. 16.1.2013 06:52
Ofurölvi ökumaður keyrði inn í garð á Selfossi Ofurölvi ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Selfossi seint í gærkvöldi og hafnaði bíllinn á stórum steini inni í húsagarði. 16.1.2013 06:50
Engar norskar útgerðir með skip á loðnumiðunum Norskar útgerðir hafa ekki enn séð ástæðu til að senda loðnuskip á Íslandsmið, en þær höfðu heimildir til þess frá áramótum. 16.1.2013 06:49
Þrír menn teknir eftir innbrot í Kvikmyndaskólann Brotist var inn í Kvikmyndaskólann við Ofanleiti í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt og komust þjófarnir undan. 16.1.2013 06:45
Dagblað alþýðunnar gagnrýnir kínversk stjórnvöld vegna mengunnar Gífurleg loftmengun í Beijing og öðrum stórborgum Kína hefur leitt til harðrar gagnrýni á stjórnvöld þar í landi í Dagblaði alþýðunnar. Blaðið birtir annars yfirleitt aðeins efni sem er hliðhollt stjórnvöldum. 16.1.2013 06:43
Yfir 80 fórust í sprengingum á háskólalóð í Aleppo Yfir 80 manns létu lífið og yfir 150 særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu á lóð háskólans í borginni Aleppo í Sýrlandi í gærdag. 16.1.2013 06:38
Hert löggjöf um skotvopn samþykkt í New York ríki Hert löggjöf um skotvopn hefur verið samþykkt í New York ríki. Báðar deildir ríkisþingsins í New York samþykktu löggjöfin með miklum meirihluta og Andrew Cuomo ríkisstjóri staðfesti hana svo í gærkvöldi. 16.1.2013 06:34
Bílnum stolið á meðan barnið sat í aftursætinu Bílþjófar reyna vanalega að tryggja að það sé enginn í bílunum sem þeir stela. Það má því segja að ýmislegt hafi farið út um þúfur þegar maður stal bíl í Frederiksværksgade í Hillerød í Danmörku í dag. 15.1.2013 22:55
Forstjóri Nissan segir tapaða hlutdeild bara hiksta Honum er sjaldan orðavant forstjóra Nissan, Carlos Ghosn þó svo að Nissan hafi tapað markaðshlutdeild í Bandaríkjunum og að Nissan stefni ótrautt að 10% markaðshlutdeild þar árið 2016. Hún féll úr 8,2% 2011 í 7,9% í fyrra. Það er reyndar fyrsta árið frá 2006 sem fyrirtækið tapar hlutdeild þar vestra. Nissan og lúxusmerki þeirra Infinity seldi 1,14 milljón bíla í Bandaríkjunum í fyrra. "Aðeins eitt ár með tapaðri hlutdeild er eins og og nettur hiksti og ég hefði fyrst áhyggjur ef það gerðist tvö ár í röð“, sagði Ghosn. Ghosn nefndi tveir helstar ástæður fyrir lækkaðri markaðshlutdeild. Nokkrir af bílum Nissan sem til sölu voru hefðu verið að enda sitt skeið og nýjar kynslóðir þeirra litu brátt dagsins ljós og að japanskir keppinautar þeirra hefðu verið lengur að jafna sig en Nissan eftir jarðskjálftann stóra 2011 og því hefðu þeir notið meiri vaxtar 2012. 15.1.2013 22:46
Fólk borðar nú fyrir framan tölvuna í vinnunni - til að geta skoðað Facebook og Twitter Einn af hverjum þremur borðar hádegisverðinn sinn fyrir framan tölvuna í vinnunni, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem framkvæmd var í Bretlandi á dögunum. 15.1.2013 22:37
Vilja að lögregla fái heimild til að beita virkum tálbeitum til að góma barnaníðinga Formaður allsherjarnefndar vill beita sér fyrir því að lögregla fái heimild til þess að beita virkum tálbeitum á netinu. Ríkissaksóknari segir að með því séu menn komnir á varhugaverðar slóðir og að hugmyndina þurfi að íhuga vandlega. 15.1.2013 21:35
Ekkert heitt vatn í Vesturbænum Nú fyrir skömmu varð heitavatnslaust í hluta Vesturbæjar Reykjavíkur vegna bilunar. 15.1.2013 20:54
Maðurinn fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag er fundinn. Lögreglan þakkar aðstoðina. 15.1.2013 20:35
Kannabis í Vesturbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur í gær. Við húsleit var lagt hald á rúmlega 70 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Ekki var að sjá að búið væri í íbúðinni en húsnæðið virðist hafa verið notað í þeim eina tilgangi að rækta kannabis. Karl á fertugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. 15.1.2013 19:46
Er þetta furðulegasta myndbandið á internetinu í dag? Á Facebook-síðu sem ber yfirskriftina "Ótrúleg og klikkuð myndbönd“ birtist þetta myndband fyrir tæpum sólarhring. Það sem fólki er efst í huga er einfaldlega spurningin: Hvað er í gangi? 15.1.2013 19:42
Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. 15.1.2013 18:45
Heimili barnaníðings í gæsluvarðhaldi lagt í rúst Brotist var inn á heimili barnaníðingsins Gunnars Jakobssonar á Stokkseyri aðfaranótt laugardags. Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum. 15.1.2013 17:49
Topplaus og dónalega kraftmikill Bentley Enn halda þeir áfram að birtast nýju og flottu bílarnir á bílasýningunni í Detroit sem stendur yfir. Einn þeirra eigulegastur hlýtur að teljast þessi blæjuútgáfa af Bentley GT Speed. Í húddinum leynist 12 strokka og 6 lítra sleggja sem sér hjólunum fyrir 616 hestöflum að fíflast í malbikinu. Með þeim getur hann reyndar ferðast á því á 325 km ferð. Þá er líklega betra að vera búinn að loka blæjunni eða að minnsta kosti taka af sér hattinn. Þessi annars nokkuð þungi sleði er ekki nema 4,1 sekúndu í hundrað og 9,7 sek. Í 160 km hraða. Tog vélarinnar nemur 800 Newtonmetrum. Til að hressa örlítið uppá útlit bílsins er hann á 21 tommu felgum. Blæja bílsins hefur verið prófuð í allt að 30 stiga frosti og 50 stiga hita og þolið það bæði jafnvel, sem og monsúnrigningar og fyrir vikið á farþegum allsstaðar að líða eins.... það er vel. 15.1.2013 17:00
Svindlarar afhúpaðir frammi fyrir alþjóð Hið opinbera í Danmörku greiðir um fimm til tólf milljarða danskra króna, eða um 280 milljarða íslenskra króna, í félagslegar bætur til fólks sem á ekki rétt á félagslegum styrk. Þetta kemur fram í raunveruleikaþætti sem sýndur er í danska ríkissjónvarpinu. Sjónvarpsmenn fylgja þar starfsmönnum sveitarfélaga og lögreglunni sem hafa eftirlit með því að opinberir styrkir séu ekki misnotaðir. Svikin eru svo opinberuð fyrir framan öllum þeim sem áhuga hafa á að sjá. 15.1.2013 16:44
Þekkirðu manninn á myndinni? - Eftirlýstur vegna lögreglurannsóknar Maðurinn á meðfylgjandi mynd er eftirlýstur af lögreglunni vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum til lögreglunnar á fésbókinni. 15.1.2013 16:20
Fimm kærur á hendur Karli Vigni Alls hafa fimm kærur borist vegna Karls Vignis Þorsteinssonar eftir að Kastljós hóf umfjöllun um mál hans. Þar er um að ræða mál þar sem fjórir karlmenn koma við sögu og ein kona. 15.1.2013 15:44
Halldór Laxness með mest seldu bókina Það er ljóst að bókaunnendur hugsi töluvert um heilsuna eftir jólin, en mest selda bókin á tímabilinu 1. til 12. janúar var bókin 6 kíló á 6 vikum. Þetta kemur fram í lista Rannsóknaseturs verslunarinnar sem tekinn er saman fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. 15.1.2013 15:28
Jón Þorsteinn stefnir DV Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, hefur stefnt Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, og Inga Frey Vilhjálmssyni, fréttastjóra blaðsins, vegna umfjöllunar um gjaldeyrisviðskipti Jóns Þorsteins. 15.1.2013 15:21
Ók 1.500 km í stað 150 vegna GPS-villu Sabine Moreau, 67 ára gömul kona frá Belgíu, ætlaði að sækja vinkonu sína um 150 km leið, en endaði í Zagreb í Króatíu sem er um 1.500 km frá heimili hennar. Þetta tókst henni aðallega af tvennum sökum, bilun í leiðsögn GPS-tækisins sem hún studdist við og ótrúlega lélegri athyglisgáfu hennar. Heimili konunnar er í Hinault Erquelinnes í Belgíu og vinkonan beið á lestarstöð í Brussel, sem er um tveggja tíma akstur. Þess í stað ók Sabine í tvo sólarhringa og lagði á ferð sinni að baki 1.500 kílómetra, enda var hún komin á hinn endann í álfunni að leiðarenda. Hún verður að teljast efnileg til þátttöku í Le Mans þolaksturskeppninni í ár með slíka seiglu í handraðanum, enda er í keppninni trauðla hægt að ruglast af leið þar sem hún er lokaður hringur. Á leið sinni þurfti Sabine tvisvar að fylla á tankinn og hún dottaði nokkrum sinnum í vegköntum. Að sögn hennar sjálfrar var hún nokkuð annars hugar, en fyrr má nú vera! "Ég sá allskonar umferðarskilti í Þýskalandi, Austurríki og að lokum í Zagreb í Króatíu. Þá áttaði ég mig á því að ég var ekki í Belgíu lengur!“ Fyrir suma tekur það vonandi styttri tíma. 15.1.2013 15:15
Skúringakona ók lest á hús í Svíþjóð Skúringakona slasaðist þegar lest í Stokkhólmi fór af sporinu og lenti á íbúðablokk um klukkan hálftvö í nótt að staðartíma. Þegar lestin kom á endastöð í Saltsjobaden, suðaustur af Stokkhólmi, hægði hún ekki á sér heldur ók á hindranir á enda sporsins og áfram á nálæga byggingu. Við stjórn lestarinnar var hreingerningarkona sem hafði stolið henni. Hún slasaðist alvarlega í árekstrinum og henni var flogið á spítala. Það þykir ganga kraftaverki næst að enginn byggingunni hafi slasast og engir farþegar voru í lestinni. 15.1.2013 15:12
Öllum uppgjafarhermönnum tryggð vinna Bandaríski smásölurisinn Wal-Mart mun í dag tilkynna um áætlun sína að bjóða öllum uppgjafarhermönnum þjóðarinnar vinnu. 15.1.2013 15:08
Fyrirtæki vöruð við flóknum svikum tölvuþrjóta Lögregla á Norðurlöndum varar við tölvuinnbrotum sem eiga sér stað í samskiptum norrænna og kínverskra fyrirtækja í þeim tilgangi að komast yfir lögmætar greiðslur fyrir vörur og þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. 15.1.2013 14:58