Fleiri fréttir Benz kynnir CLA í Berlín í dag Mercedes-Benz mun kynna til leiks glænýjan bíl, CLA-Class á alþjóðlegri tískuviku Mercedes-Benz sem hefst í Berlín í dag 15. janúar. CLA er fjögurra dyra sportlegur bíll hannaður sem coupé og verður í boði með 4MATIC fjórhjóladrifi ásamt miklum búnaði. Hönnunin er sportleg og sækir hann nokkuð svip til CLS-Class og er ekki leiðum að líkjast. Kraftmikið grillið að framan lítur út fyrir að vera alsett demöntum og straumlínulagaðar hliðar bílsins og sportlegur afturhluti hans eru talsvert fyrir augað. Mikið er lagt upp úr vönduðu efnisvali í innréttingunni, sem búast má við af Benz. Bíllinn verður einnig fáanlegur með panomaric glerþaki. CLA er með lægstu loftmótstöðu sem um getur í bíl eða 0.22 Cd. CLA-Class er framleiddur með 1,6 og 2,0 lítra bensínvélum sem skila 122 og 156 hestöflum. Kraftmesta útfærslan CLA 250 er með 211 hestafla vél. Tvenns konar díselvélar bjóðast. Sú minni mun skila 136 hestöflum og togið er 300 NM og sú stærri 170 hestöflum og 350 NM í togi en á sama tíma er CO2 losunin aðeins 109 g/km. Allar vélarnar í nýjum CLA-Class verða með ECO start/stop búnaði. Hægt verður að fá bílinn með nýrri sex gíra beinskiptingu eða 7G-DCT sjálfskiptingu eins og er í nýjum A-Class. Nýr CLA-Class er með árekstrarvara en búnaðurinn greinir þegar fjarlægð frá bíl eða kyrrstæðri mótstöðu er of lítil og lætur ökumann vita með mynd- eða hljóðmerki. CLA er væntanlegur á markað í apríl hjá Öskju og hingað til lands fyrri hluta sumars. CLA er ætlað stórt hlutverk á Bandaríkjamarkaði, en hann er minnst bíll Benz sem þarf er seldur, þar sem hvorki A-Class né B-Class eru í boði. 15.1.2013 13:38 Réttað í máli Stúlku eftir helgi Aðalmeðferð fer fram í máli Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur næstkomandi mánudag. 15.1.2013 13:36 Þrír látnir í umferðarslysi á Skáni - Fimmtán eru slasaðir Talið er að um 15 til 20 manns hafi slasast í umferðarsylsi sem varð á brú á Skáni í Svíþjóð fyrr ídag. Staðfest hefur verið að þrír létust í árekstrinum, að því er fram kemur á vef Aftonbladet. Þar kemur ekki fram hvernig þessar hörmungar vildu til en fullyrt er að um 100 bílar séu hluti af þessum fjöldaárekstri. Þar af eru um 50 fólksbílar og um 50 stærri bifreiðar. 15.1.2013 13:07 Útkoman týpísk Hollywood-steypa "Ég hef heyrt ávæning af handritinu og það hefur ekki verið til þess að auka bjartsýni mína um að þarna sé vel farið með. Ég treysti Hollywood ekki sérstaklega vel til þess að vera skrásetjari sögunnar," segir Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks. 15.1.2013 12:59 Kraftatröllið Audi RS7 Ekki skarta margir fjöldaframleiddir fólksbílar 560 hestöflum, hröðun í hundraðið á 3,9 sekúndum og 305 kílómetra hámarkshraða. Það gerir þó Audi RS7 sem svipt var af hulunni á bílasýningunni í Detroit í gær. Vélin í bílnum er 4,0 lítra V8, en með tveimur túrbínum sem skýrir ógnaraflið. Þrátt fyrir allt þetta afl eyðir bíllinn aðeins 9,8 lítrum. Það skýrist af því að vélin slekkur á fjórum af átta strokkum ef ekki er stigið gáskalega á bensíngjöfina. Ef það er hinsvegar gert koma hinir strokkarnir inn á örfáum hundraðshlutum úr sekúndu. Við vélina er boltuð átta gíra Tiptronic sjálfskipting sem sendir aflið til allra hjólanna, eins og títt er með Audi bíla. Bremsurnar á bílnum eru að sjálfsögðu jafn ógnarlegar og vélin og bremsudiskarnir heilir 39 cm í þvermál. Bíllinn er að mestu byggður á hástyrktarstáli og áli. Fá má hann með loftpúðafjöðrun og er með henni er hægt að lækka bílinn um 20 mm. Þó bíllinn sé með "coupe“-lagi er hann samt með 535 lítra skotti. 15.1.2013 12:23 IKEA tók umdeildan skógarhöggsmann úr umferð Auglýsing sem var gerð fyrir Ikea í aðdraganda síðustu jóla var tekin úr umferð. Samkvæmt heimildum Vísis var ástæðan sú að kvartanir bárust frá áhorfanda um efni hennar. 15.1.2013 11:46 Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15.1.2013 11:37 Átak gegn langtímaatvinnuleysi af stað Liðsstyrkur, sameiginlegt atvinnuátak stéttarfélaga, atvinnurekenda, sveitarfélaga og ríkisins gegn langtímaatvinnuleysi fór af stað í morgun. 15.1.2013 11:04 Fékk magakveisu á lokametrunum Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir fékk magakveisu í gær þegar Hún átti aðeins 55 kílómetra eftir af göngunni en hún er búin að ganga síðan í nóvember. Í bloggi sem hún heldur úti skrifar Vilborg: 15.1.2013 10:32 Áfram eitt barn á mann í Kína Kínverjar munu ekki láta af stefnu sinni að takmarkarka barnseignir í landinu. Pör í þéttbýli mega aðeins eignast eitt barn og þannig mun það vera áfram. 15.1.2013 10:18 Börðust við þakplötur og fjúkandi skilti Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi var kölluð út á þriðja tímanum í nótt þegar tilkynning barst um að skilti á fyrirtæki í bænum væri að fjúka. 15.1.2013 10:12 iPhone svindlarinn hafði fé af um hundrað manns Halldór Viðar Sanne, sem situr í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn fyrir að svíkja fé út úr fólki er grunaður um að hafa svikið um 100 manns. Þetta segir Henning Schmidt, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar í samtali við Vísi. Hann er talinn hafa staðið einn að svindlinu. 15.1.2013 09:51 Óveður á Kjalarnesi og undir Hafnafjalli Óveður er á Kjalarnesi og undir Hafnafjalli. Vindur gengur hinsvegar mikið niður á þessum slóðum og norðanverðu Snæfellsnesi eftir því sem líður á morguninn. 15.1.2013 08:53 Rammaáætlun verður að lögum Alþingi samþykkti Rammaáætlun með 36 atkvæðum í gær. Friðlýsing á verndarsvæðum fer strax af stað, segir umhverfisráðherra. Stjórnarandstaðan telur pólitík hafa tekið yfir vísindalegt ferli og tækifæri til sáttar hafi glutrast niður. 15.1.2013 07:00 Varð undir veghefli en kláraði vaktina Pétri Óla Péturssyni tókst með snarræði að bjarga eigin lífi þegar hann varð nærri undir veghefli sem hann ók sjálfur. Hann segist aðeins vera skrámaður og bólginn og gat klárað vaktina í fyrrinótt. 15.1.2013 07:00 ESB-viðræður verði ekki að bitbeini í kosningabaráttu Aðildarviðræður Íslands og ESB hafa verið settar í hægagang en viðræður um samningskafla sem þegar eru hafnar halda áfram. Utanríkisráðherra segist reyna að forða því að ESB verði að stóru deilumáli í kosningunum. 15.1.2013 07:00 Frakkar fá stuðning í aðgerðum í Malí Íslamistar sem ráða norðurhluta Afríkuríkisins Malí hafa náð völdum í bæ í miðju ríkinu, nær höfuðborginni en þeir hafa hingað til komist. Frakkar hafa hert aðgerðir sínar í landinu og hermenn frá Afríkuríkjum koma til liðs við þá. 15.1.2013 07:00 Bæjarritarinn rekinn eftir 25 ár á Akranesi Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi til 25 ára og settur bæjarstjóri um tíma, var rekinn úr starfi fyrir helgi. Bæjarstjórnin segir Jón hafa brugðist trúnaði með því að tvírukka fyrir akstur og fundarsetur. Fordæmalaus vinnubrögð, segir Jón. 15.1.2013 07:00 Flestir geta fengið vegabréf Reglum sem gilt hafa um utanlandsferðir Kúbverja hefur nú verið breytt og geta nú flestir þeirra fengið vegabréf. Áður þurftu Kúbverjar sérstakt leyfi til utanlandsferðar auk þess sem þeir þurftu að sýna fram á að þeim hefði verið boðið til annars lands. 15.1.2013 07:00 Hefðum lagt fram 13 milljarða Væri Ísland aðildarríki í ESB og evrusamstarfinu myndi hlutur landsins í stöðugleikasjóð Evrópusambandsins (ESM) nema ríflega þrettán milljörðum króna í formi ábyrgða á lánveitingum sem evruríkin ábyrgjast. Um einskiptisframlag væri að ræða, sem yrði skráð í fjárlögum sem eign ríkissjóðs, en ekki kostnaður. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokks. 15.1.2013 07:00 Íbúar mótmæla læknisleysi um helgar „Þetta er grafalvarlegt mál og í raun spurning um hvort fólk geti búið hér áfram,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, einn íbúa í Grundarfirði sem berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði sem þýðir að ekki verður starfandi læknir í bænum um helgar. 15.1.2013 07:00 Fleiri ábendingar eftir Kastljós Kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu finnur fyrir því að meira er um ábendingar og hringingar til embættisins vegna kynferðisbrotamála í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Þetta segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. 15.1.2013 07:00 Hundrað milljónir á trúarhátíð Hindúahátíðin Kumbh Mela hófst í Allahabad í Indlandi í gær. Hátíðin er haldin á tólf ára fresti og er einhver stærsta trúarsamkoma sem haldin er í heiminum. 15.1.2013 07:00 Hvítlauk smyglað frá Noregi til ESB-landa Tveir breskir ríkisborgarar eru taldir standa á bak við umfangsmikið smygl á hvítlauk frá Noregi til Evrópusambandslanda. Sænskir tollverðir á landamærum Noregs og Svíþjóðar fundu mikið magn hvítlauks í vöruflutningabíl sem var á leið til Svíþjóðar og hafa sænsk yfirvöld farið fram á handtöku og framsal höfuðpauranna. 15.1.2013 07:00 Mafíuforingi segist vita hvar Jimmy Hoffa er grafinn Hvarf verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa er enn og aftur komið í sviðsljós bandaríska fjölmiðla. Fyrrum liðsforingi í mafíunni í Detroit segir að hann viti hvar Hoffa sé grafinn. 15.1.2013 06:56 Segir Umhverfisstofnun sniðganga reglugerð Umhverfisstofnun virðist ætla að sniðganga reglugerð um bráðamengun hafs og stranda, þar sem segir að stofnunin skuli gera viðeigandi ráðstafanir í slíkum tilvikum, segir Björn Steinar Pálmason, bæjarstjori á Grundarfirði. 15.1.2013 06:54 Stal samlokum en snerti ekki tóbakið Hann hefur að líkindum verið glorsoltinn, þjófurinn, sem braut sér leið inn í söluturn í Kópavogi seint í nótt. Hann virðist aðeins hafa stolið nokkrum samlokum, og ef til vill gosi til að skola þeim niður, áður en hann hvarf aftur út í nóttina, en hreyfði ekki við hlutum eins og tóbaki og símakortum. Hann er ófundinn. 15.1.2013 06:51 Stórhætta þegar kveikt var í stigagangi í Garðabæ Minnstu munaði að illa færi, að mati slökkviliðsmanna, þegar einhver kveikti í sameign og stigagangi í húsi við Smiðsbúð í Garðabæ í gærkvöldi. 15.1.2013 06:49 Telja að Indverjar hafi komið til Ástralíu fyrir 4.000 árum Nýjar erfðarannsóknir gefa í skyn að fólk hafi komið til Ástralíu frá Indlandi fyrir um 4.000 árum síðan. 15.1.2013 06:46 Hálka og krapi er víða á vegum landsins Víða er hálka og krapi á vegum og svo gengur á með snörpum vindhviðum um vestanvert landið. Ekki er þó vitað um alvarleg slys í umferðinni. 15.1.2013 06:43 Yfir 3.000 sváfu í flugstöð vegna snjókomu Mikil snjókoma í Japan varð þess valdandi að allt flug frá Narita flugvellinum í Tókýó lagðist af í gærkvöldi. Því þurftu 3.400 manns að hafast við í flugstöðinni á flugvellinum í nótt en Narita er einn stærsti alþjóðaflugvöllurinn í Japan. 15.1.2013 06:41 Lögum breytt þannig að ökuskírteini gilda í 15 ár í einu Umferðarlögum hefur verið breytt þannig að ökuskírteini gildi ekki lengur þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára heldur einungis í 15 ár frá útgáfu þess. Breytingin gildir frá og með 19. janúar. 15.1.2013 06:38 Skólahald eðlilegt í Glerárskóla í dag þrátt fyrir brunann Skólahald verður með eðlilegum hætti í Glerárskóla á Akureyri í dag þrátt fyrir að þar hafi orðið nokkrar skemmdir vegna elds og reyks í gærkvöldi. Nemendur eru beðnir um að mæta kl. 9.55 í skólann. 15.1.2013 06:34 Lestarslys í Kaíró kostaði 19 manns lífið Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og yfir 100 manns slösuðust þegar lest fór af sporinu í útjaðri Kaíró í Egyptalandi í gærdag. 15.1.2013 06:31 Öryggisráðið styður hernaðaríhlutun Frakka í Malí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna styður hernaðaríhlutun Frakka í Afríkuríkinu Malí. Þetta kom fram á fundi ráðsins í gærkvöldi sem haldinn var að frumkvæði Frakka. 15.1.2013 06:29 Réttarhöldunum yfir Berlusconi verður ekki frestað Ákvörðun dómara í Mílanó að fresta ekki yfirstandandi réttarhöldunum yfir Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu gæti þýtt að pólitísku lífi Berlusconi sé endanlega lokið. 15.1.2013 06:23 Ótrúlegt ferðalag kisunnar Holly - gekk 300 kílómetra heim Það hefur oft verið sagt um dýr að þau rati alveg einstaklega vel, mun betur en við mannfólkið. Kötturinn Holly sannar þá kenningu, heldur betur. 14.1.2013 22:28 Öryggisvörðurinn fékk reykeitrun Töluverður eldur kom upp í Glerárskóla á Akureyri síðdegis en það var öryggisvörður frá Securitas sem kallaði eftir aðstoð slökkviliðs þegar hann varð var við eld í byggingunni. Hafði hann reynt að leggja til atlögu við eldinn með handslökkvitæki en varð frá að hverfa vegna reyks. Eldurinn var í kaffistofu starfsmanna og fór mikill reykur álmuna. Tveir reykkafarar voru sendir inn og gekk greiðlega að slökkvaeldinn. Skólinn var reykræstur og lauk því um klukkan hálf átta í kvöld. Öryggisvörðurinn fór á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Talið er að eldurinn hafi kviknað í út frá raftæki. 14.1.2013 21:52 Atvinnumaður í fótbolta vann stóra pottinn Knattspyrnumaður sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vann 125 þúsund pund, um 26 milljónir króna í bresku lottói. Dregið var 22. desember síðastliðinn og segja forsvarsmenn lottósins að vinningshafinn hafi ekki viljað koma fram undir nafni. Hann var með allar fimm tölurnar í réttri röð, og bónustöluna. 14.1.2013 21:44 Bankarán í Berlín - eins og í bíómynd Það er óhætt að segja að bankaræningjarnir í Berlín í Þýskalandi hafi verið ansi bíræfnir. Þeir grófu nefnilega þrjátíu metra löng göng inn í banka í höfuðborginni, hreinsuðu öryggishólf og kveiktu svo eld í göngunum til að fela öll ummerki. Þeirra er nú leitað. 14.1.2013 20:52 Brasilíska vaxið útrýmir flatlúsinni Svo virðist sem flatlúsin sé að deyja út eftir að fleiri og fleiri konur fara í svokallað brasilískt vax, en þá eru öll skapahár fjarlægð. Læknar í Sydney í Ástralíu segja að engin kona hafi greinst með flatlús frá árinu 2008 og að tilfellum karla hafi fækkað um 80 prósent á síðustu tíu árum. 14.1.2013 20:00 Sprengja frá síðari heimstyrjöldinni í Eldey Tortryggilegur hlutur sem fannst í Eldey um helgina er talinn vera sprengja frá stríðsárunum og rannsakar sprengjudeild Landhelgisgæslunnar nú myndir af fundinum. 14.1.2013 19:49 iPhone svindlarinn með margar kærur á bakinu hér á landi Íslenskur svikahrappur situr nú í varðhaldi í Danmörku grunaður um umfangsmikil fjársvik. Sami maður er með margar kærur á bakinu hér landi vegna svipaðra brota. 14.1.2013 18:42 Par í síbrotagæslu Karl og kona, sem bæði eru á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðuð í síbrotagæslu til 8. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa ítrekað komið við sögu hjá lögreglu og voru síðast handtekin um helgina, þá í tengslum við rannsókn á innbroti og þjófnaði í borginni. 14.1.2013 18:31 Hulunni svipt af BMW 4 Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi "coupe“ bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða "coupe“-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll. 14.1.2013 17:30 Sjá næstu 50 fréttir
Benz kynnir CLA í Berlín í dag Mercedes-Benz mun kynna til leiks glænýjan bíl, CLA-Class á alþjóðlegri tískuviku Mercedes-Benz sem hefst í Berlín í dag 15. janúar. CLA er fjögurra dyra sportlegur bíll hannaður sem coupé og verður í boði með 4MATIC fjórhjóladrifi ásamt miklum búnaði. Hönnunin er sportleg og sækir hann nokkuð svip til CLS-Class og er ekki leiðum að líkjast. Kraftmikið grillið að framan lítur út fyrir að vera alsett demöntum og straumlínulagaðar hliðar bílsins og sportlegur afturhluti hans eru talsvert fyrir augað. Mikið er lagt upp úr vönduðu efnisvali í innréttingunni, sem búast má við af Benz. Bíllinn verður einnig fáanlegur með panomaric glerþaki. CLA er með lægstu loftmótstöðu sem um getur í bíl eða 0.22 Cd. CLA-Class er framleiddur með 1,6 og 2,0 lítra bensínvélum sem skila 122 og 156 hestöflum. Kraftmesta útfærslan CLA 250 er með 211 hestafla vél. Tvenns konar díselvélar bjóðast. Sú minni mun skila 136 hestöflum og togið er 300 NM og sú stærri 170 hestöflum og 350 NM í togi en á sama tíma er CO2 losunin aðeins 109 g/km. Allar vélarnar í nýjum CLA-Class verða með ECO start/stop búnaði. Hægt verður að fá bílinn með nýrri sex gíra beinskiptingu eða 7G-DCT sjálfskiptingu eins og er í nýjum A-Class. Nýr CLA-Class er með árekstrarvara en búnaðurinn greinir þegar fjarlægð frá bíl eða kyrrstæðri mótstöðu er of lítil og lætur ökumann vita með mynd- eða hljóðmerki. CLA er væntanlegur á markað í apríl hjá Öskju og hingað til lands fyrri hluta sumars. CLA er ætlað stórt hlutverk á Bandaríkjamarkaði, en hann er minnst bíll Benz sem þarf er seldur, þar sem hvorki A-Class né B-Class eru í boði. 15.1.2013 13:38
Réttað í máli Stúlku eftir helgi Aðalmeðferð fer fram í máli Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur næstkomandi mánudag. 15.1.2013 13:36
Þrír látnir í umferðarslysi á Skáni - Fimmtán eru slasaðir Talið er að um 15 til 20 manns hafi slasast í umferðarsylsi sem varð á brú á Skáni í Svíþjóð fyrr ídag. Staðfest hefur verið að þrír létust í árekstrinum, að því er fram kemur á vef Aftonbladet. Þar kemur ekki fram hvernig þessar hörmungar vildu til en fullyrt er að um 100 bílar séu hluti af þessum fjöldaárekstri. Þar af eru um 50 fólksbílar og um 50 stærri bifreiðar. 15.1.2013 13:07
Útkoman týpísk Hollywood-steypa "Ég hef heyrt ávæning af handritinu og það hefur ekki verið til þess að auka bjartsýni mína um að þarna sé vel farið með. Ég treysti Hollywood ekki sérstaklega vel til þess að vera skrásetjari sögunnar," segir Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks. 15.1.2013 12:59
Kraftatröllið Audi RS7 Ekki skarta margir fjöldaframleiddir fólksbílar 560 hestöflum, hröðun í hundraðið á 3,9 sekúndum og 305 kílómetra hámarkshraða. Það gerir þó Audi RS7 sem svipt var af hulunni á bílasýningunni í Detroit í gær. Vélin í bílnum er 4,0 lítra V8, en með tveimur túrbínum sem skýrir ógnaraflið. Þrátt fyrir allt þetta afl eyðir bíllinn aðeins 9,8 lítrum. Það skýrist af því að vélin slekkur á fjórum af átta strokkum ef ekki er stigið gáskalega á bensíngjöfina. Ef það er hinsvegar gert koma hinir strokkarnir inn á örfáum hundraðshlutum úr sekúndu. Við vélina er boltuð átta gíra Tiptronic sjálfskipting sem sendir aflið til allra hjólanna, eins og títt er með Audi bíla. Bremsurnar á bílnum eru að sjálfsögðu jafn ógnarlegar og vélin og bremsudiskarnir heilir 39 cm í þvermál. Bíllinn er að mestu byggður á hástyrktarstáli og áli. Fá má hann með loftpúðafjöðrun og er með henni er hægt að lækka bílinn um 20 mm. Þó bíllinn sé með "coupe“-lagi er hann samt með 535 lítra skotti. 15.1.2013 12:23
IKEA tók umdeildan skógarhöggsmann úr umferð Auglýsing sem var gerð fyrir Ikea í aðdraganda síðustu jóla var tekin úr umferð. Samkvæmt heimildum Vísis var ástæðan sú að kvartanir bárust frá áhorfanda um efni hennar. 15.1.2013 11:46
Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15.1.2013 11:37
Átak gegn langtímaatvinnuleysi af stað Liðsstyrkur, sameiginlegt atvinnuátak stéttarfélaga, atvinnurekenda, sveitarfélaga og ríkisins gegn langtímaatvinnuleysi fór af stað í morgun. 15.1.2013 11:04
Fékk magakveisu á lokametrunum Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir fékk magakveisu í gær þegar Hún átti aðeins 55 kílómetra eftir af göngunni en hún er búin að ganga síðan í nóvember. Í bloggi sem hún heldur úti skrifar Vilborg: 15.1.2013 10:32
Áfram eitt barn á mann í Kína Kínverjar munu ekki láta af stefnu sinni að takmarkarka barnseignir í landinu. Pör í þéttbýli mega aðeins eignast eitt barn og þannig mun það vera áfram. 15.1.2013 10:18
Börðust við þakplötur og fjúkandi skilti Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi var kölluð út á þriðja tímanum í nótt þegar tilkynning barst um að skilti á fyrirtæki í bænum væri að fjúka. 15.1.2013 10:12
iPhone svindlarinn hafði fé af um hundrað manns Halldór Viðar Sanne, sem situr í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn fyrir að svíkja fé út úr fólki er grunaður um að hafa svikið um 100 manns. Þetta segir Henning Schmidt, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar í samtali við Vísi. Hann er talinn hafa staðið einn að svindlinu. 15.1.2013 09:51
Óveður á Kjalarnesi og undir Hafnafjalli Óveður er á Kjalarnesi og undir Hafnafjalli. Vindur gengur hinsvegar mikið niður á þessum slóðum og norðanverðu Snæfellsnesi eftir því sem líður á morguninn. 15.1.2013 08:53
Rammaáætlun verður að lögum Alþingi samþykkti Rammaáætlun með 36 atkvæðum í gær. Friðlýsing á verndarsvæðum fer strax af stað, segir umhverfisráðherra. Stjórnarandstaðan telur pólitík hafa tekið yfir vísindalegt ferli og tækifæri til sáttar hafi glutrast niður. 15.1.2013 07:00
Varð undir veghefli en kláraði vaktina Pétri Óla Péturssyni tókst með snarræði að bjarga eigin lífi þegar hann varð nærri undir veghefli sem hann ók sjálfur. Hann segist aðeins vera skrámaður og bólginn og gat klárað vaktina í fyrrinótt. 15.1.2013 07:00
ESB-viðræður verði ekki að bitbeini í kosningabaráttu Aðildarviðræður Íslands og ESB hafa verið settar í hægagang en viðræður um samningskafla sem þegar eru hafnar halda áfram. Utanríkisráðherra segist reyna að forða því að ESB verði að stóru deilumáli í kosningunum. 15.1.2013 07:00
Frakkar fá stuðning í aðgerðum í Malí Íslamistar sem ráða norðurhluta Afríkuríkisins Malí hafa náð völdum í bæ í miðju ríkinu, nær höfuðborginni en þeir hafa hingað til komist. Frakkar hafa hert aðgerðir sínar í landinu og hermenn frá Afríkuríkjum koma til liðs við þá. 15.1.2013 07:00
Bæjarritarinn rekinn eftir 25 ár á Akranesi Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi til 25 ára og settur bæjarstjóri um tíma, var rekinn úr starfi fyrir helgi. Bæjarstjórnin segir Jón hafa brugðist trúnaði með því að tvírukka fyrir akstur og fundarsetur. Fordæmalaus vinnubrögð, segir Jón. 15.1.2013 07:00
Flestir geta fengið vegabréf Reglum sem gilt hafa um utanlandsferðir Kúbverja hefur nú verið breytt og geta nú flestir þeirra fengið vegabréf. Áður þurftu Kúbverjar sérstakt leyfi til utanlandsferðar auk þess sem þeir þurftu að sýna fram á að þeim hefði verið boðið til annars lands. 15.1.2013 07:00
Hefðum lagt fram 13 milljarða Væri Ísland aðildarríki í ESB og evrusamstarfinu myndi hlutur landsins í stöðugleikasjóð Evrópusambandsins (ESM) nema ríflega þrettán milljörðum króna í formi ábyrgða á lánveitingum sem evruríkin ábyrgjast. Um einskiptisframlag væri að ræða, sem yrði skráð í fjárlögum sem eign ríkissjóðs, en ekki kostnaður. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokks. 15.1.2013 07:00
Íbúar mótmæla læknisleysi um helgar „Þetta er grafalvarlegt mál og í raun spurning um hvort fólk geti búið hér áfram,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, einn íbúa í Grundarfirði sem berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði sem þýðir að ekki verður starfandi læknir í bænum um helgar. 15.1.2013 07:00
Fleiri ábendingar eftir Kastljós Kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu finnur fyrir því að meira er um ábendingar og hringingar til embættisins vegna kynferðisbrotamála í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Þetta segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. 15.1.2013 07:00
Hundrað milljónir á trúarhátíð Hindúahátíðin Kumbh Mela hófst í Allahabad í Indlandi í gær. Hátíðin er haldin á tólf ára fresti og er einhver stærsta trúarsamkoma sem haldin er í heiminum. 15.1.2013 07:00
Hvítlauk smyglað frá Noregi til ESB-landa Tveir breskir ríkisborgarar eru taldir standa á bak við umfangsmikið smygl á hvítlauk frá Noregi til Evrópusambandslanda. Sænskir tollverðir á landamærum Noregs og Svíþjóðar fundu mikið magn hvítlauks í vöruflutningabíl sem var á leið til Svíþjóðar og hafa sænsk yfirvöld farið fram á handtöku og framsal höfuðpauranna. 15.1.2013 07:00
Mafíuforingi segist vita hvar Jimmy Hoffa er grafinn Hvarf verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa er enn og aftur komið í sviðsljós bandaríska fjölmiðla. Fyrrum liðsforingi í mafíunni í Detroit segir að hann viti hvar Hoffa sé grafinn. 15.1.2013 06:56
Segir Umhverfisstofnun sniðganga reglugerð Umhverfisstofnun virðist ætla að sniðganga reglugerð um bráðamengun hafs og stranda, þar sem segir að stofnunin skuli gera viðeigandi ráðstafanir í slíkum tilvikum, segir Björn Steinar Pálmason, bæjarstjori á Grundarfirði. 15.1.2013 06:54
Stal samlokum en snerti ekki tóbakið Hann hefur að líkindum verið glorsoltinn, þjófurinn, sem braut sér leið inn í söluturn í Kópavogi seint í nótt. Hann virðist aðeins hafa stolið nokkrum samlokum, og ef til vill gosi til að skola þeim niður, áður en hann hvarf aftur út í nóttina, en hreyfði ekki við hlutum eins og tóbaki og símakortum. Hann er ófundinn. 15.1.2013 06:51
Stórhætta þegar kveikt var í stigagangi í Garðabæ Minnstu munaði að illa færi, að mati slökkviliðsmanna, þegar einhver kveikti í sameign og stigagangi í húsi við Smiðsbúð í Garðabæ í gærkvöldi. 15.1.2013 06:49
Telja að Indverjar hafi komið til Ástralíu fyrir 4.000 árum Nýjar erfðarannsóknir gefa í skyn að fólk hafi komið til Ástralíu frá Indlandi fyrir um 4.000 árum síðan. 15.1.2013 06:46
Hálka og krapi er víða á vegum landsins Víða er hálka og krapi á vegum og svo gengur á með snörpum vindhviðum um vestanvert landið. Ekki er þó vitað um alvarleg slys í umferðinni. 15.1.2013 06:43
Yfir 3.000 sváfu í flugstöð vegna snjókomu Mikil snjókoma í Japan varð þess valdandi að allt flug frá Narita flugvellinum í Tókýó lagðist af í gærkvöldi. Því þurftu 3.400 manns að hafast við í flugstöðinni á flugvellinum í nótt en Narita er einn stærsti alþjóðaflugvöllurinn í Japan. 15.1.2013 06:41
Lögum breytt þannig að ökuskírteini gilda í 15 ár í einu Umferðarlögum hefur verið breytt þannig að ökuskírteini gildi ekki lengur þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára heldur einungis í 15 ár frá útgáfu þess. Breytingin gildir frá og með 19. janúar. 15.1.2013 06:38
Skólahald eðlilegt í Glerárskóla í dag þrátt fyrir brunann Skólahald verður með eðlilegum hætti í Glerárskóla á Akureyri í dag þrátt fyrir að þar hafi orðið nokkrar skemmdir vegna elds og reyks í gærkvöldi. Nemendur eru beðnir um að mæta kl. 9.55 í skólann. 15.1.2013 06:34
Lestarslys í Kaíró kostaði 19 manns lífið Að minnsta kosti 19 manns létu lífið og yfir 100 manns slösuðust þegar lest fór af sporinu í útjaðri Kaíró í Egyptalandi í gærdag. 15.1.2013 06:31
Öryggisráðið styður hernaðaríhlutun Frakka í Malí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna styður hernaðaríhlutun Frakka í Afríkuríkinu Malí. Þetta kom fram á fundi ráðsins í gærkvöldi sem haldinn var að frumkvæði Frakka. 15.1.2013 06:29
Réttarhöldunum yfir Berlusconi verður ekki frestað Ákvörðun dómara í Mílanó að fresta ekki yfirstandandi réttarhöldunum yfir Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu gæti þýtt að pólitísku lífi Berlusconi sé endanlega lokið. 15.1.2013 06:23
Ótrúlegt ferðalag kisunnar Holly - gekk 300 kílómetra heim Það hefur oft verið sagt um dýr að þau rati alveg einstaklega vel, mun betur en við mannfólkið. Kötturinn Holly sannar þá kenningu, heldur betur. 14.1.2013 22:28
Öryggisvörðurinn fékk reykeitrun Töluverður eldur kom upp í Glerárskóla á Akureyri síðdegis en það var öryggisvörður frá Securitas sem kallaði eftir aðstoð slökkviliðs þegar hann varð var við eld í byggingunni. Hafði hann reynt að leggja til atlögu við eldinn með handslökkvitæki en varð frá að hverfa vegna reyks. Eldurinn var í kaffistofu starfsmanna og fór mikill reykur álmuna. Tveir reykkafarar voru sendir inn og gekk greiðlega að slökkvaeldinn. Skólinn var reykræstur og lauk því um klukkan hálf átta í kvöld. Öryggisvörðurinn fór á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Talið er að eldurinn hafi kviknað í út frá raftæki. 14.1.2013 21:52
Atvinnumaður í fótbolta vann stóra pottinn Knattspyrnumaður sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vann 125 þúsund pund, um 26 milljónir króna í bresku lottói. Dregið var 22. desember síðastliðinn og segja forsvarsmenn lottósins að vinningshafinn hafi ekki viljað koma fram undir nafni. Hann var með allar fimm tölurnar í réttri röð, og bónustöluna. 14.1.2013 21:44
Bankarán í Berlín - eins og í bíómynd Það er óhætt að segja að bankaræningjarnir í Berlín í Þýskalandi hafi verið ansi bíræfnir. Þeir grófu nefnilega þrjátíu metra löng göng inn í banka í höfuðborginni, hreinsuðu öryggishólf og kveiktu svo eld í göngunum til að fela öll ummerki. Þeirra er nú leitað. 14.1.2013 20:52
Brasilíska vaxið útrýmir flatlúsinni Svo virðist sem flatlúsin sé að deyja út eftir að fleiri og fleiri konur fara í svokallað brasilískt vax, en þá eru öll skapahár fjarlægð. Læknar í Sydney í Ástralíu segja að engin kona hafi greinst með flatlús frá árinu 2008 og að tilfellum karla hafi fækkað um 80 prósent á síðustu tíu árum. 14.1.2013 20:00
Sprengja frá síðari heimstyrjöldinni í Eldey Tortryggilegur hlutur sem fannst í Eldey um helgina er talinn vera sprengja frá stríðsárunum og rannsakar sprengjudeild Landhelgisgæslunnar nú myndir af fundinum. 14.1.2013 19:49
iPhone svindlarinn með margar kærur á bakinu hér á landi Íslenskur svikahrappur situr nú í varðhaldi í Danmörku grunaður um umfangsmikil fjársvik. Sami maður er með margar kærur á bakinu hér landi vegna svipaðra brota. 14.1.2013 18:42
Par í síbrotagæslu Karl og kona, sem bæði eru á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðuð í síbrotagæslu til 8. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa ítrekað komið við sögu hjá lögreglu og voru síðast handtekin um helgina, þá í tengslum við rannsókn á innbroti og þjófnaði í borginni. 14.1.2013 18:31
Hulunni svipt af BMW 4 Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi "coupe“ bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða "coupe“-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll. 14.1.2013 17:30