Erlent

Bílnum stolið á meðan barnið sat í aftursætinu

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Bílþjófar reyna vanalega að tryggja að það sé enginn í bílunum sem þeir stela. Það má því segja að ýmislegt hafi farið út um þúfur þegar maður stal bíl í Frederiksværksgade í Hillerød í Danmörku í dag.

Í aftursæti bílsins sat nefnilega tíu ára gömul stelpa, eftir því sem fram kemur í Frederiksborg Amts Avis.

Eigandi bílsins lagði honum fyrir framan verslun og lét hann standa þar með bíllyklunum í og dóttir hans sat í baksætinu. Þegar hann kom út eftir að hafa verslað, er bíllinn farinn og stelpan líka, segir Anker Sylvest, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norður-Sjálandi.

Um leið og þjófnaðurinn var tilkynntur sendi lögreglan fjóra lögreglubíla á staðinn. Bíllinn fannst svo fljótlega nokkur hundruð metrum frá þeim stað þar sem hann vharf en þjófurinn var á bak og burt.

Litla stelpan sagði að þjófurinn hafi litið út fyrir að vera útlendingur. Hann virtist ekki hafa tekið eftir því að stelpan væri í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×