Innlent

Ekkert heitt vatn í Vesturbænum

Nú fyrir skömmu varð heitavatnslaust í hluta Vesturbæjar Reykjavíkur vegna bilunar.

Um er að ræða Bræðraborgarstíg, Nýlendugötu, Mýrargötu og Vesturgötu. Stýrimannastígur, Bárugata, Öldugata, Ránargata , Ægisgata, Garðastæti og Brunnstígur eru einnig án heita vatnsins, en nákvæmari upplýsingar um svæðið er að finna á meðfylgjandi mynd/korti.

Unnið er að viðgerð og standa vonir til að vatnið verði komið á uppúr miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×