Erlent

Öllum uppgjafarhermönnum tryggð vinna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimilislaust fólk í herklæðum er algeng sjón á götum úti vestanhafs.
Heimilislaust fólk í herklæðum er algeng sjón á götum úti vestanhafs. Nordicphotos/Getty
Bandaríski smásölurisinn Wal-Mart mun í dag tilkynna um áætlun sína að bjóða öllum uppgjafarhermönnum þjóðarinnar vinnu.

Um fimm ára verkefni smásölurisans er að ræða. Sú krafa er þó gerð að sótt sé um innan árs frá því hermenn ljúki störfum. Þá eiga þeir hermenn, sem vikið er úr hernum, ekki ávísun á vinnu líkt og þeir sem ljúka sinni plikt með stolti.

Í frétt New York Times kemur fram að atvinnuleysishlutfall uppgjafarhermanna undanfarin ár hafi verið töluvert hærra en hjá almennt atvinnuleysi vestanhafs. Hlutfallið var 12,1% árið 2011 en fór rétt niður fyrir tveggja stafa tölu á nýliðnu ári. Atvinnuleysishlutfallið í Bandaríkjunum í árslok 2012 var aftur á móti 7,9%.

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, fer fyrir herferð Hvíta hússins sem hvetur fyrirtæki til þess að ráða uppgjafarhermenn í vinnu. Í yfirlýsingu frá henni segir hún áætlanir Wal-Mart sögulegar og gott fordæmi fyrir einkageirann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×