Innlent

Fann fyrir ógleði eftir klórleka í fatahreinsun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Við Hamraborgina í morgun.
Við Hamraborgina í morgun. Mynd/ Anton Brink.
Slökkviliðið var kallað að fatahreinsun í Hamraborg í Kópavogi nú rétt fyrir klukkan tíu. Þar hafði klór lekið úr fötu og var óttast um eituráhrif. Konan sem starfar í fatahreinsuninni var skoðuð í sjúkrabíl, en hún fann fyrir ógleði og öðrum eitureinkennum. Skoðun leiddi í ljós að hún væri heil heilsu. Nú er nýbúið að eiturefnamæla og mælarnir sýndu enga mengun þannig að slökkviliðið telur að um minniháttar atvik hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×