Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2013 09:54 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. Frumvarpið felur meðal annars í sér 3,5% skatt á bókfærðri veltu ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veitti andsvar við frumvarpi ráðherrans og vitnaði í ummæli Jens Péturs Jensen úr viðtali á Vísi í gær. Þar kom fram að í könnun sem fyrirtækið lét gera og náði til fimmtíu landa hafi komið í ljós að ekkert landanna fimmtíu innheimti lénaskatt. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," sagði Jens Pétur í viðtalinu við Vísi í gær. Ögmundur sagði í svari sínu til Ásbjörns að við vinnslu frumvarpsins hefði verið hlustað á sjónarmið ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar sem mun sinna innheimtuhlutverkinu verði frumvarpið að lögum. „Við viljum koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir í arði út úr starfseminni. Það er vísað til þess í þessu frumvarpi og eftirlitið lítur meðal annars að slíkum þáttum. En um leið viljum við að fyrirtækinu vegni sem allra best því það eru hagsmunir samfélagsins. Þess vegna viljum við gæta að því að það sé ekki skattlagt um hóf og því sé búin umgjörð sem býr þessari starfsemi öryggi til frambúðar," sagði Ögmundur og bætti við að breytingar hefðu verið gerðar á eldra frumvarpi til þess að koma að einhverju leyti til móts við athugasemdir ISNIC. ISNIC greiddi 162 milljónir í arð til hluthafa sinna á árunum 2002-2006 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2011. Enginn arður var greiddur fyrir næstu fimm ár en árið 2011 voru 30 milljónir greiddar til eigenda í formi arðgreiðslna. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, er stærsti hluthafinn í ISNIC með 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar eru Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%) og Bárður Tryggason (16%). Hluthafar eru samtals 24 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í desember. Eftirlit með skráningaraðilum og rétthöfumÁsbjörn spurði Ögmund út í 15. grein frumvarpsins þar sem fram kemur að Póst- og fjarskiptastofnun fari, eftir atvikum, með eftirlit starfsemi skráningaraðila og rétthafa. Jens Pétur sagði í viðtalinu við Vísi í gær að greinin fæli mögulega í sér ritskoðun. „Það sem átt er við er að ef upp koma umkvartanir í tengslum við aðila sem reka lén þá er hægt að ganga úr skugga um að skráning sé réttmæt og farið að lögum og réttar upplýsingar gefnar fram," sagði Ögmundur. Innlent Tengdar fréttir Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. Frumvarpið felur meðal annars í sér 3,5% skatt á bókfærðri veltu ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veitti andsvar við frumvarpi ráðherrans og vitnaði í ummæli Jens Péturs Jensen úr viðtali á Vísi í gær. Þar kom fram að í könnun sem fyrirtækið lét gera og náði til fimmtíu landa hafi komið í ljós að ekkert landanna fimmtíu innheimti lénaskatt. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," sagði Jens Pétur í viðtalinu við Vísi í gær. Ögmundur sagði í svari sínu til Ásbjörns að við vinnslu frumvarpsins hefði verið hlustað á sjónarmið ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar sem mun sinna innheimtuhlutverkinu verði frumvarpið að lögum. „Við viljum koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir í arði út úr starfseminni. Það er vísað til þess í þessu frumvarpi og eftirlitið lítur meðal annars að slíkum þáttum. En um leið viljum við að fyrirtækinu vegni sem allra best því það eru hagsmunir samfélagsins. Þess vegna viljum við gæta að því að það sé ekki skattlagt um hóf og því sé búin umgjörð sem býr þessari starfsemi öryggi til frambúðar," sagði Ögmundur og bætti við að breytingar hefðu verið gerðar á eldra frumvarpi til þess að koma að einhverju leyti til móts við athugasemdir ISNIC. ISNIC greiddi 162 milljónir í arð til hluthafa sinna á árunum 2002-2006 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2011. Enginn arður var greiddur fyrir næstu fimm ár en árið 2011 voru 30 milljónir greiddar til eigenda í formi arðgreiðslna. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, er stærsti hluthafinn í ISNIC með 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar eru Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%) og Bárður Tryggason (16%). Hluthafar eru samtals 24 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í desember. Eftirlit með skráningaraðilum og rétthöfumÁsbjörn spurði Ögmund út í 15. grein frumvarpsins þar sem fram kemur að Póst- og fjarskiptastofnun fari, eftir atvikum, með eftirlit starfsemi skráningaraðila og rétthafa. Jens Pétur sagði í viðtalinu við Vísi í gær að greinin fæli mögulega í sér ritskoðun. „Það sem átt er við er að ef upp koma umkvartanir í tengslum við aðila sem reka lén þá er hægt að ganga úr skugga um að skráning sé réttmæt og farið að lögum og réttar upplýsingar gefnar fram," sagði Ögmundur.
Innlent Tengdar fréttir Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent