Innlent

Ofurölvi ökumaður keyrði inn í garð á Selfossi

Ofurölvi ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Selfossi seint í gærkvöldi og hafnaði bíllinn á stórum steini inni í húsagarði.

Þegar heimilisfólkið sá bílljós í garðinum hringdi það á lögreglu, sem sótti manninn, en hann var ekki viðræðuhæfur sökum ölvunar og var því vistaður í fangageymslu. Hann mótmælti því harðlega, enda taldi hann sig blásaklausan af öllum misgjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×