Innlent

Engar norskar útgerðir með skip á loðnumiðunum

Norskar útgerðir hafa ekki enn séð ástæðu til að senda loðnuskip á Íslandsmið, en þær höfðu heimildir til þess frá áramótum.

Kvóti norsku skipanna er hátt í 35 þúsund tonn, þannig að eftir nokkur er að slægjast, og gildir veiðiheimildin til 15. febrúar.

Þá mega norsku skipin ekki veiða sunnar en við línu, sem dregin er til austurs sunnan megin við Papey, en loðnan er á suðurleið og styttist með degi hverjum að hún fari suður fyrir þau mörk.

Engin skýring liggur fyrir á þessu áhugaleysi Norðmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×