Erlent

Hert löggjöf um skotvopn samþykkt í New York ríki

Hert löggjöf um skotvopn hefur verið samþykkt í New York ríki. Báðar deildir ríkisþingsins í New York samþykktu löggjöfin með miklum meirihluta og Andrew Cuomo ríkisstjóri staðfesti hana svo í gærkvöldi.

Bann við kaupum á árásar- eða hríðskotarifflum var þegar í gildi í New York ríki en með nýju lögunum verður lokað fyrir ýmsar glufur í fyrri lögum og reglur hertar um upplýsingagjöf frá þeim sem vilja kaupa vopn.

New York ríki er að fyrsta í Bandaríkjunum sem herðir á skotvopnalöggjöf sinni í kjölfar fjöldamorðanna í skóla í Connecticut í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×